Beint í efni

27. fundur stjórnar LK 2019-2020

06.01.2020

Tuttugasti og sjöundi fundur stjórnar LK 2019-2020 var haldinn miðvikudaginn 18. desember kl. 20:30 í fundarsíma.
Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Bessi Freyr Vésteinsson og Rafn Bergsson meðstjórnendur ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð.

Gengið er til dagskrár:

 1. Samþykkt fundargerða síðustu funda. Samþykktar og verða birtar á naut.is að fundi loknum.
 2. Kolefnissporsskýrsla. Skýrslan er tilbúin og stjórn búin að fá kynningu á henni. Næst er að meta hvort LK telji þurfa frekari vinnu á efni skýrslunnar. Tölur í skýrslunni snúa eingöngu að losun, ekki er reiknað með þeirri bindingu sem fyrirfinnst á ýmsum stöðum innan greinarinnar eða fullri úrvinnslu aðfanga og öðru sem kemur á móti. Nú er búið að samþykkja búvörusamninga sem gefa ný tækifæri til að vinna frekar að minni losun og bindingu. Hugmyndir koma fram um að móta vinnu með RML um þær niðurstöður sem eru komnar og framhald vinnunnar sem m.a. gæti komið fram í ráðgjöf til bænda. Að því loknu þarf að setja fram kynningu til starfshóps um loftslagsmál á niðurstöðunum og skoða svo kynningar fyrir helstu samstarfsaðila LK áður en lengra er haldið. Nú líður að hátíðum og því verður ekki mikil hreyfing fyrr en á nýju ári.
 3. Nautakjötsverkefni. Höskuldur heldur áfram að eiga samtal við sláturleyfishafa að beiðni stjórnar. Næst er samtal við RML, stjórn vill senda erindi til þeirra um samstarf. Góð greining liggur hjá LK um stöðu framleiðslunnar. Rekstrarhlið greinarinnar verður oft út undan og því þarf að mæta.
 4. Matar- og verðmætasóun. Verkefni sem Tjörvi Bjarnason er með. Kynnt fyrir stjórn.
 5. Önnur mál.
  – Gestapennar. Verkefni komið af stað, 2 greinar í desember. Margrét fær viðeigandi skjöl frá fráfarandi framkvæmdarstjóra.
  – Jólakveðjur. Búið að láta Bændablaðið vita að við verðum hjá þeim og kveðja tilbúin fyrir miðla.
  – Félagatöl. Framkvæmdastjóri er að kalla eftir þeim svo hægt sé að greiða út styrki til aðildarfélaga fyrir áramót.
  – Formaður tilkynnir að fundir eru að klárast fyrir hátíðirnar og mun hann mæta á verðlagsnefndarfund fyrir jólafrí.
  – Búvörusamningar hafa verið samþykktir.
  – Verið er að skoða samkaup á varaafli, LK og BSE vinna þetta saman.

Fundi slitið kl.21:25

Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri