26.fundur stjórnar LK 2019-2020
18.12.2019
Tuttugasti og sjötti fundur stjórnar LK starfsárið 2019-2020 var haldinn sunnudaginn 15.desember kl. 20:30 í gegnum fundarsíma.
Mætt eru: Arnar Árnason formaður, Jónatan Magnússon ritari, Bessi Freyr Vésteinsson og Rafn Bergsson meðstjórnendur. Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður boðar forföll og Linda Björk Ævarsdóttir situr fundinn í hennar stað. Jóhanna María Sigmundsdóttir framkvæmdarstjóri situr fundinn og jafnframt ritar fundargerð.
Formaður setur fundinn og gengur til dagskrár:
- Veðurofsi og afleiðingar hans. Formaður ræðir stöðuna eftir undanfarna daga þar sem veður hefur haft slæm áhrif á bæði mjaltir og mjólkurflutninga. Einhverjir bændur hafa þurft að hella niður mjólk, aðrir lentu í vandræðum vegna rafmagnsleysis sem hafði áhrif á kýr og getur haft langtímaáhrif. Formaður opnar á umræður um hvernig LK eigi að bregðast við.
- Heildargreiðslumark 2020. Búið er að samþykkja heildargreiðslumark hjá SAM og hefur sent til Búnaðarstofu til afgreiðslu. Tillaga Búnaðarstofu verður kynnt á fundi framkvæmdarnefndar búvörusamninga á morgun. Opnað er á umræður um mögulegar tillögur og niðurstöðu fyrir heildargreiðslumark.
- Umræða um rafmagnsöryggi. Formaður ræðir möguleikann á því að LK hafi einhverja forgöngu fyrir kaup bænda á lausnum til að bregðast við vanda svipuðum og skapaðist á síðustu dögum fyrir bændur og geta þannig komið í veg fyrir meiri skaða. Formaður leggur til að LK leiti ráðgjafar í þessum efnum og reyni að taka þétt utan um verkefnið. Í svona málum getur kraftur fjöldans oft skipt sköpum en á sama tíma getur þetta verið flókið verkefni og þungt í framkvæmd. Opnað er á umræður. Formaður og framkvæmdarstjóri munu þreifa sig áfram um tillöguna.
- Ályktun frá stjórn LK – heildarendurskoðun, uppbygging, hafa grunnstoðir í lagi, full þörf á að huga að þessum málum, það þarf að vinna að málunum, þetta má ekki falla í gleymsku fram að næsta veðri og skaða, hvatning til stjórnvalda. Allt tengist þetta, dreifbýli og minni þéttbýli, rafmagn og fjarskipti, kominn ljósleiðari á marga staði en fjarskipti voru úti sem gerðu að verkum að enginn gat látið vita af sér eða athugað með aðra. Lögbundið hlutverk RÚV er oft á milli tannanna á fólki, svo þegar fréttatímar voru þá voru þeir ekki að skila upplýsingum til þeirra sem voru utan alls annars sambands, fólk fékk ekki að frétta af stöðunni í kringum sig t.d. Það verður að nýta þessa miðla rétt ef nýting þeirra er skilgreind sem nauðsyn eða þörf þeirra viðurkennd.
- Önnur mál.
Engin mál eru að brenna inni en framkvæmdarstjóri biður stjórn um að senda punkta vegna þeirra mála sem hafa verið áframsend á þau ef einhverjir eru.
Loftslagsmálin voru rædd á vinnudegi og nú þarf að leggja drög að næstu skrefum með efnið sem komið er. Annar stjórnarfundur verður á næstu dögum til að taka fyrir þau verkefni.
Fleira er ekki á dagskrá og umræður tæmdar.
Fundi slitið kl.21:21
Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri