Beint í efni

25.fundur stjórnar LK 2019-2020

18.12.2019

Vinnudagur stjórnar. Tuttugasti og fimmti fundur stjórnar LK 2019-2020 var haldinn mánudaginn 9.desember 2019. Fundur hefst kl.9:40.

Mætt eru: Arnar Árnason formaður, Bessi Freyr Vésteinsson og Rafn Bergsson meðstjórnendur. Jóhanna María Sigmundsdóttir framkvæmdarstjóri situr fundinn og ritar jafnframt fundargerð. Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður hefur boðað seinkunn (kemur inn eftir hádegishlé) og Jónatan Magnússon ritari boðar forföll (er þó í síma við erindi EFLU og skógarbænda).

Gengið er til dagskrár:

  1. Höskuldur Sæmundsson verkefnastjóri LK í markaðsfærslu nautakjöts mætir fyrir stjórn og fer yfir þau gögn sem hann er kominn með. Hann ber einnig undir stjórn hver næstu skref geti orðið og eigi að vera. Umræður eru um tillögurnar og mögulegar leiðir. Formaður leggur til að næstu skref nautakjötsverkefnis verði teknar fyrir á símafundi sem fyrst.
  2. Katrín María Andrésdóttir, framkvæmdarstjóri SG mætir og fer yfir tollamál með stjórn LK. Tollamálin hafa verið mikið í brennidepli og yfirlýsing var senda frá hagsmunaaðilum vegna frumvarps sem liggur fyrir Alþingi.
  3. Jóhann Nikulásson formaður nefndar um endurskoðun félagskerfis bænda kemur fyrir stjórnina og kynnir markmið verkefnisins, fer yfir mögulegt skipurit og hugmyndir nefndarinnar. Búgreinafélögin renni inn í skipuritið óbreytt í raun, á meðan búnaðarsamböndunum fækkar en hlutverk þeirra eflist. Kerfismyndin er í raun byggð á dönskum grunni. Ýmsu þarf að breyta og tækifæri er til að efla m.a. rannsóknarstarf með þessari endurskoðun og nýta tæknina enn betur til að efla starfsemi BÍ. Opnað er á umræður og stjórn spyr út í skipuritið, framkvæmd breytinganna, atkvæðafjölda búgreina og fleira. Sameiginleg barátta og markmið fá betra rými undir einum hatti.
  4. EFLA verkfræðistofa og Hlynur Gauti Sigurðsson frá skógarbændum koma á fund stjórnar. EFLA fer yfir niðurstöður greiningar á kolefnisspori nautgriparæktarinnar. Verkefnið var tviþætt, klefnisspor greinarinnar 2018 og svo á afurðir (kg af mjólk og kg af kjöti. Skýrslan er rædd og mögulegar mótvægisaðgerðir ásamt frekari kynningu á efni hennar.
    Hlynur kynnir nýtt verkefni sem skógarbændur eru að leggja drög að sem snýr að samþættingu skógræktar og loftslagsvæns landbúnaður.

Fundi slitið kl.17:35

Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri