Beint í efni

25. fundur stjórnar LK 2016-2017

28.03.2017

Tuttugasti og fimmti fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2016-2017, var haldinn fimmtudaginn 23. mars kl. 16:15 á Hótel KEA, Akureyri. 

Mætt eru Arnar Árnason formaður, Pétur Diðriksson varaformaður, Bessi Freyr Vésteinsson, og Samúel Unnsteinn Eyjólfsson. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Formaður býður fundarmenn velkomna og svo var gengið til dagskrár.

Þetta var gert:

Aðalfundarstörf. Farið var yfir verkaskiptingu stjórnar á fundinum, efnisatriði skýrslu stjórnar og fyrirkomulag kynningar á niðurstöðum skoðanakönnunar um viðhorf mjólkurframleiðenda til greiðslumarks mjólkur. Formaður og framkvæmdastjóri munu skipta með sér kynningu á skýrslu stjórnar. Stjórnarmenn, framkvæmdastjóri og skrifstofustjóri munu ferðast milli nefnda til nánari útskýringa, ráðgjafar og aðstoðar við afgreiðslu ályktana. Genginn hringur með starfsmönnum KEA um fundarsvæði og rætt um uppsetningu og skiptingu sala.

Alls bárust 10 tillögur frá formönnum aðildarfélaga um fyrirmyndarbú LK árið 2017. Þær tillögur voru bornar undir Jarle Reiersen, dýralækni hjá MS, og Guðmund Jóhannesson, ábyrgðamann í nautgriparækt hjá RML. Var niðurstaðan sú að Espihóll í Eyjafjarðarsveit hlýtur titilinn Fyrirmyndarbú Landssambands kúabænda 2017 og verður veitt verðlaun á árshátíð LK laugardagskvöldið 25. mars.

Fleira var ekki gert og fundi slitið 17:15

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda