2,45 m. lítra innvigtun – Enn aukning á Akureyri og Blönduósi
12.06.2006
Innvigtun í viku 23 (4.-10. júní) var 2,45 milljónir lítra. Það er 4,9% meira en innvigtun í sömu viku í fyrra. Hámarksinnlegg ársins var í annarri viku maímánaðar. Innvigtunin er þó ennþá á uppleið á Akureyri og Blönduósi, verður það vonandi sem lengst. Nánar má sjá þróun innleggsins með því að smella hér.