24. fundur stjórnar LK 2019-2020
18.12.2019
Tuttugasti og fjórði fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2019-2020 var haldinn miðvikudaginn 27.nóvember 2019, kl.20:30 í gegnum fundarsíma.
Mætt eru Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari og Bessi Freyr Vésteinsson meðstjórnendur ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð. Rafn Bergsson boðar forföll og situr Linda Björk Ævarsdóttir fundinn í hans stað. Arnar Árnason boðar forföll rétt fyrir fund.
Gengið er til dagskrár:
- Samþykkt fundargerða síðustu funda. Fundargerðir fyrir 21.-23.fund samþykktar.
- Búvörusamningar. Atkvæðagreiðsla hófst kl.12:00 í dag, 27.nóvember og stendur yfir í viku eða til hádegis 4.desember. Framkvæmdarstjóri fer yfir kynningu sem var gerð í samstarfi við BÍ. Stjórn ræðir það að hvetja þarf bændur til að kjósa um endurskoðunina.
- Tilnefning í fagbraut búfræðibrautar LbhÍ. Ákveðið er að senda tilnefningu að Margréti Gísladóttur, framkvæmdarstjóra LK og Herdísi Mögnu Gunnarsdóttur, varaformanni LK sem varamanni hennar. Starfandi framkvæmdarstjóra falið að senda tilnefningar.
- Tollkvóta-auglýsingar. Kynnt stjórn.
- Vinnudagur stjórnar. Eftir umræður um mögulegar dagsetningar varð 9.desember (mánudagur) fyrir valinu, framkvæmdarstjóri mun skipuleggja daginn og boða gesti.
- Skýrsla ráðherra um hráakjötsmálið. Kynnt fyrir stjórn.
- Fræðslufundur v/hráa kjötsins. Erindi frá MAST lagt fyrir stjórn.
- Umsagnir: Tollkvótar, skil 2.desember og Hálendisþjóðgarður skil 9.desember.
- Matvælalandið Ísland. Tillögur kynntar fyrir stjórn.
- Jólakveðjur LK. Ákveðið er að spara hjá sambandinu, í ár verða kveðjur sendar í Bændablaðinu og á samfélagsmiðlum.
- Efni frá formannafundi. Komið á framfæri við stjórn.
- Önnur mál.
EFLA verður boðuð á vinnudag stjórnar.
Fundi slitið kl.21:28
Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri LK