Beint í efni

23.fundur stjórnar LK 2019-2020

02.12.2019

Tuttugasti og þriðji fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2019-2020 var haldinn miðvikudaginn 20.nóvember 2019, kl.21:00 í gegnum fundarsíma

 

Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Rafn Bergsson og Bessi Freyr Vésteinsson meðstjórnendur ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð.

 

Gengið er til dagskrár:

  1. Búvörusamningar. Formaður fer yfir stöðuna, búið er að fresta atkvæðagreiðslu meðal bænda um viku. Á þeim tíma verður unnin tillaga frá samninganefnd sem verður borin fyrir ríkið. Formaður gefur orðið laust og stjórnarmenn fara yfir mögulegar vendingar í málinu ásamt því að segja frá hljóði í bændum á sínu starfssvæði. Drög að tillögu eru borin fyrir stjórn, þau rædd og verði frekari breytingar á henni verða þær bornar undir stjórn áður en því er skilað inn.

Fundi slitið kl.22:05

Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri LK