Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

23. fundur stjórnar LK 2016-2017

13.03.2017

Tuttugasti og þriðji fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2016-2017, var haldinn fimmtudaginn 9. mars kl. 12:30.

Símafundur.

Mætt eru Arnar Árnason formaður, Bessi Freyr Vésteinsson og Samúel Unnsteinn Eyjólfsson. Pétur Diðriksson varaformaður mætti kl.12.45. Davíð Logi Jónsson telst sem varamaður fyrir Elínu Heiðu Valsdóttur og hefur sent afstöðu sína til málsins í tölvupósti. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Formaður býður fundarmenn velkomna og svo var gengið til dagskrár.

Þetta var gert:

  1. Skoðanakönnun meðal mjólkurframleiðenda fyrir aðalfund LK. Samþykkt var á síðasta stjórnarfundi að taka málið áfram. Framkvæmdastjóri fer yfir drög að spurningum, framkvæmd og kostnað en áætlaður kostnaður er um 300.000 krónur + VSK. Stjórn samþykkir framkvæmdina með meirihlluta atkvæða. Pétur greiðir ekki atkvæði með framkvæmdinni og hefði viljað lengri tíma til að vinna könnunina áður en send út. Framkvæmdastjóra falið að klára verkefnið.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 13:00

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda