Beint í efni

22.fundur stjórnar LK 2019-2020

02.12.2019

Tuttugasti og annar fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2019-2020 var haldinn sunnudaginn 17.nóvember 2019, kl.20:30 í gegnum fundarsíma

 

Mætt eru Arnar Árnason formaður, Jónatan Magnússon ritari, Rafn Bergsson og Bessi Freyr Vésteinsson meðstjórnendur ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð. Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður boðar forföll og Linda Björk Ævarsdóttir situr fundinn sem varamaður í hennar stað.

 

Gengið er til dagskrár:

  1. Búvörusamningar. Stjórn ræðir stöðu búvörusamninga sem stendur til að leggja fram til atkvæðagreiðslu í vikunni. Formaður fer yfir umræðuna sem hefur verið um samninginn og opnar á umræður meðal stjórnar. Stjórn ræðir viðbrögð bænda við samningnum og framhaldið. Óánægja virðist helst vera um þann þátt að ekki náðist fast hámarksverð inn í samkomulagið. Samkomulagið var til umsagnar í samráðsgátt en engar umsagnir skiluðu sér. Undirskriftarlisti farinn af stað þar sem samkomulagi er mótmælt.

Fundi slitið kl.21:15

Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri LK