Beint í efni

21.fundur stjórnar LK 2019-2020

02.12.2019

Tuttugasti og fyrsti fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2019-2020 var haldinn fimmtudaginn 7.nóvember 2019, kl.20:30 í gegnum fundarsíma

 

Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Rafn Bergsson og Bessi Freyr Vésteinsson meðstjórnendur ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð.

 

Gengið er til dagskrár:

  1. Samþykkt fundargerðar síðasta fundar. Samþykkt.
  2. Haustfundir LK og kosning um endurskoðun. Formaður fer yfir fundina fjórtán, svipaðar vangaveltur á flestum fundum. Hvað er næst? Kosning 20.-27.nóv, ath. með fólk í kringum ykkur hvort allir séu skráðir í LK eða BÍ og séu virkir í skýrsluhaldi, einnig að láta menn skoða atkvæðafjölda á búum, kynningarfundur BÍ 11.nóvember n.k.(LK með í því), fjallað um efnið í Bændablaðinu, Arnar í viðtali á Rás1, þurfum að nýta næstu daga vel til kynningar. Formaður gefur orðið laust fer hringinn á stjórn til að heyra hljóðið í hverjum landshluta eftir fundina.
  3. Vinna nefndar um endurskoðun félagskerfisins. Var kynnt á formannafundinum sem formaður og framkvæmdarstjóri sátu, efni frá fundi lagt fyrir stjórn, næst á dagskrá hjá þeim er að tala við búgreinafélögin. Athuga hvort hægt sé að fá þau á næsta vinnudag stjórnar.
  4. Fyrstu niðurstöður EFLU og staða verkefnis. Komið 80% á leið, kostnaður fylgir áætlun. Athuga samanburð við önnur lönd þegar lokatölur koma.
  5. Staðfestir gestapennar. Búin að gera gróf drög að áætlun, fínt að byrja með 2 greinar á mánuði á meðan verið er að semja við fleiri.
  6. Vinnudagur stjórnar í nóv/des. Byrja skipulag, nokkur mál sem hafa safnast saman til að kalla inn á fund. Framkvæmdarstjóra falið að boða félagsnefnd, EFLU og Skógarbændur. Einnig myndi nautakjötsverkefnið fá góðan tíma á vinnudeginum. Áætlað að hafa hann eftir atkvæðagreiðslu um samninga.
  7. Önnur mál. 
    • Fjarnám í búfræði. Bændur hafa rætt um brottfall úr námi, skipulag sagt ekki tengjast greininni og ekki gert ráð fyrir því að námið sé fjarnám með búskap. Framkvæmdarstjóri leitar fundar með rektor/brautarstjóra. Athuga með erindi hjá LbhÍ fyrir störf LK og nautakjötsverkefnið í leiðinni.

Fundi slitið kl.21:21

Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri LK