
2,1% fækkun nautgripa árið 2004
14.06.2005
Í árslok 2004 var fjöldi nautgripa hér á landi kominn niður í 64.639 gripi á 1.189 búum. Þar af eru kýr 24.392, holdakýr 1.279 og kvígur 5.958 en þetta kemur fram í nýrri samantekt sem unnin var af Bændasamtökum Íslands fyrir Landssamband kúabænda. Alls nemur heildarfækkun
nautgripa 2,1% á milli ára og er mest fækkun í flokki geldneyta en við því var búist enda hættu margir kúabændur að setja á kálfa til lífs árið 2003, þegar sláturverð nautgripakjöt lækkaði mikið. Seinnipart síðasta árs fóru verð sláturleyfishafa á ný að fara í rétta átt og virðast viðbrögð kúabænda ekki hafa látið á sér standa, enda eykst ásetningur á nautkálfa um nærri 500 kálfa á árinu 2004 miðað við árið 2003.
Árið 2004 fækkaði kúm um 2,0% eða um 507 kýr. Nánar má sjá niðurstöðurnar hér fyrir neðan:
Nautgripir samkvæmt forðagæsluskýrslum árin 2003-2004 og 2004-2005
2003-2004 | 2004-2005 | Mismunur | Hlutfall | |
Kýr | 24.902 | 24.395 | – 507 | -2,0% |
Holdakýr | 1.423 | 1.279 | – 144 | -10,1% |
Kvígur | 5.599 | 5.958 | + 359 | +6,4% |
Geldneyti | 17.575 | 15.896 | – 1.679 | -9,6% |
Kvígukálfar | 10.094 | 10.204 | + 110 | +1,1% |
Nautkálfar | 6.440 | 6.907 | + 467 | +7,3% |
Nautgripir alls | 66.033 | 64.639 | – 1.394 | -2,1% |
Fjöldi búa með nautgripi árið 2003 var 1.249 og þar af 1.146 bú með fleiri en 5 nautgripi. Árið 2004 fer heildarfjöldi búa niður í 1.189 og þar af voru 1.089 bú með fleiri en 5 nautgripi. Fækkun búa með nautgripi nemur því 5% á milli ára.