Beint í efni

20 stærstu fyrirtæki heims í mjólkuriðnaði

26.08.2010

Hollenski bankinn Rabobank hefur nú tekið saman yfirlit yfir 20 stærstu fyrirtækin í heiminum sem vinna mjólkurafurðir, en Rabobank sérhæfir sig einmitt í bankastarfsemi í landbúnaði. Á listanum kemur ekki á óvart að sjá Nestlé tróna á toppinum en athygli vekur m.a. að Tine, framleiðendasamvinnufélag norskra kúabænda, kemst inn á topp 20 listann og það í 20. sæti. Þá er annað norrænt fyrirtæki á listanum, Arla Foods, en það er sjöunda stærsta fyrirtækið í mjólkuriðnaði. Arla Foods er eins og

Tine framleiðendasamvinnufélag í eigu sænskra og danskra kúabænda.

 

10 fyrirtæki á listanum eru evrópsk en fyrir áratug voru þau 13. Ný fyrirtæki á listanum frá árinu 1999 koma frá Kína, Kanada og svo hástökkvarinn Fonterra frá Nýja-Sjálandi, en eitt japanskt fyrirtæki fellur út af listanum auk hinna evrópsku. Eins og sjá má við lestur meðfylgjandi töflu eru þá eru í Bandaríkjunum og Frakklandi átta af tuttugu stærstu fyrirtækjunum, fjögur í hvoru landi.

 

Listinn í heild er þannig:

Nr. Fyrirtæki Land Velta í milljörðum dollara Velta í milljörðum Íkr.* Nr. á sama lista árið 1999 
1 Nestlé Sviss 25,9 3.139 1
2 Danone Frakkland 14,8 1.793 3
3 Lactalis Frakkland 12,7 1.539 8
4 Friesland Campina Holland 11,2 1.357 9 og 12 (sameinað)
5 Fonterra Nýja-Sjáland 10,2 1.236
6 Dean Foods Bandaríkin 9,7 1.175 17
7 Arla Foods Danmörk/Svíþjóð 8,6 1.042 7
8 DFA Bandaríkin 8,1 982 2
9 Kraft Foods Bandaríkin 6,8 824 4
10 Unilever Holland/Bretland 6,4 776 11
11 Meiji Dairies Japan 5,1 618 15
12 Saputo Kanada 5,0 606
13 Parmalat Ítalía 4,9 594 5
14 Morinaga Japan 4,8 582 18
15 Bongrain Frakkland 4,6 557 13
16 Mengniu Kína 3,8 460
17 Yili Kína 3,5 424
18 Land O´Lake Bandaríkin 3,2 388 14
19 Bel Frakkland 3,1 376
20 TINE Noregur 3,0 364

 * m.v. gengi á dollar samkv. upplýsingum Arionbanka 25. ágúst 2010