Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

20 stærstu fyrirtæki heims í mjólkuriðnaði

26.08.2010

Hollenski bankinn Rabobank hefur nú tekið saman yfirlit yfir 20 stærstu fyrirtækin í heiminum sem vinna mjólkurafurðir, en Rabobank sérhæfir sig einmitt í bankastarfsemi í landbúnaði. Á listanum kemur ekki á óvart að sjá Nestlé tróna á toppinum en athygli vekur m.a. að Tine, framleiðendasamvinnufélag norskra kúabænda, kemst inn á topp 20 listann og það í 20. sæti. Þá er annað norrænt fyrirtæki á listanum, Arla Foods, en það er sjöunda stærsta fyrirtækið í mjólkuriðnaði. Arla Foods er eins og

Tine framleiðendasamvinnufélag í eigu sænskra og danskra kúabænda.

 

10 fyrirtæki á listanum eru evrópsk en fyrir áratug voru þau 13. Ný fyrirtæki á listanum frá árinu 1999 koma frá Kína, Kanada og svo hástökkvarinn Fonterra frá Nýja-Sjálandi, en eitt japanskt fyrirtæki fellur út af listanum auk hinna evrópsku. Eins og sjá má við lestur meðfylgjandi töflu eru þá eru í Bandaríkjunum og Frakklandi átta af tuttugu stærstu fyrirtækjunum, fjögur í hvoru landi.

 

Listinn í heild er þannig:

Nr. Fyrirtæki Land Velta í milljörðum dollara Velta í milljörðum Íkr.* Nr. á sama lista árið 1999 
1 Nestlé Sviss 25,9 3.139 1
2 Danone Frakkland 14,8 1.793 3
3 Lactalis Frakkland 12,7 1.539 8
4 Friesland Campina Holland 11,2 1.357 9 og 12 (sameinað)
5 Fonterra Nýja-Sjáland 10,2 1.236
6 Dean Foods Bandaríkin 9,7 1.175 17
7 Arla Foods Danmörk/Svíþjóð 8,6 1.042 7
8 DFA Bandaríkin 8,1 982 2
9 Kraft Foods Bandaríkin 6,8 824 4
10 Unilever Holland/Bretland 6,4 776 11
11 Meiji Dairies Japan 5,1 618 15
12 Saputo Kanada 5,0 606
13 Parmalat Ítalía 4,9 594 5
14 Morinaga Japan 4,8 582 18
15 Bongrain Frakkland 4,6 557 13
16 Mengniu Kína 3,8 460
17 Yili Kína 3,5 424
18 Land O´Lake Bandaríkin 3,2 388 14
19 Bel Frakkland 3,1 376
20 TINE Noregur 3,0 364

 * m.v. gengi á dollar samkv. upplýsingum Arionbanka 25. ágúst 2010