Beint í efni

20 milljarða framkvæmd

01.08.2013

Japanska afurðafélagið Meiji stendur í miklum framkvæmdum nú í ár en félagið er að byggja upp nýja afurðastöð með tilheyrandi búnaði. Afurðastöðin er að rísa í bænum Inazawa í Chūbu héraði og verður hún tilbúin í september á næsta ári. Helstu afurðir sem hin nýja afurðastöð mun framleiða eru drykkjarmjólk og mjólkurdrykkir og jógúrt.

 

Meiji afurðafélagið er stærsta afurðafélag Japan og framleiðir félagið allar helstu mjólkurvörur. Sérstaða þess er þó heimsendingarþjónusta á mjólk en stór hluti veltunnar stafar af þeim armi framleiðslunnar! Til þess að setja þetta í samhengi þá starfa um 15 þúsund manns hjá Meiji enda er félagið það 11 stærsta í heimi á sviði mjólkurvinnslu sé miðað við veltu/SS.