20.fundur stjórnar LK 2019-2020
07.11.2019
Tuttugasti fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2019-2020 var haldinn miðvikudaginn 23.október 2019, kl.20:30 í gegnum fundarsíma
Mætt eru Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Rafn Bergsson og Bessi Freyr Vésteinsson meðstjórnendur ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð. Arnar Árnason formaður boðar forföll.
Gengið er til dagskrár:
- Samþykkt fundargerðar síðustu funda. Nokkurra funda var boðað til með stuttum fyrirvara í gegnum síma. Fundargerðir sem liggja fyrir fundinum samþykktar.
- Búvörusamningar. Framkvæmdarstjóri fer yfir stöðuna í fjarveru formanns.
- Haustfundir, kynning, kosning. Bréf var sent á formenn aðildafélaga (11.okt) og þeir beðnir um að koma á framfæri athugasemdum fyrir haustfundi sem yrðu samofnir kynningu á endurskoðun. Þegar samkomulag verður tilbúið þarf að ráðast í undirbúning kosningar þar um.
- Formannafundur. Félagskerfið verður rætt á fundinum, formaður fór á fund nefndarinnar á Akureyri. Umhverfismálin verða einnig rædd og þá möguleg umhverfisstefna BÍ.
- Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum og búnaðarlögum (verðlagsnefnd búvara, undanþágur frá ákvæðum samkeppnislaga, verðjöfnunargjöld). Lagt fram til kynningar.
- Nautaskrá. Beiðni um styrk gegn auglýsingu. Samþykkt.
- 10 ára afmæli Samtaka ungra bænda. 25.okt kl.13:00, Hótel Sögu. Kynnt stjórn.
- Önnur mál.
- Nautakjöt – verið að kalla eftir gripum í slátrun um þessar mundir, partur af umræðunni um vöntun á fyrirsjáanleika í greininni, þurfum að horfa til þess í nautakjötsverkefninu.
Fundi slitið kl.21:20
Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri LK