20. fundur stjórnar LK 2018-2019
21.03.2019
Tuttugasti fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2018-2019, var haldinn þriðjudaginn 12. mars kl. 20:00. Símafundur.
Mætt eru Arnar Árnason, formaður, Bessi Freyr Vésteinsson, Pétur Diðriksson, Herdís Magna Gunnarsdóttir og Rafn Bergsson. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.
Formaður býður fundarmenn velkomna og svo var gengið til dagskrár.
Þetta var gert.
- Undirbúningur aðalfundar LK 2019.Framkvæmdastjóri kynnti tillögu að skiptingu fulltrúa í nefndir, hópstjórum og riturum. Litið var til þess að hver hópur hefði sem breiðasta skírskotun m.t.t. aldurs, kyns og búsetu. Stjórn samþykkir. Tillögum skipt á nefndir sem verða að þessu sinni 5 talsins sökum mikils fjölda tillagna. Veitt verður viðurkenning fyrir Fyrirmyndarbú LK árið 2019 á árshátíð samtakanna laugardagskvöldið 23. mars í Súlnasal Hótel Sögu líkt og fyrri ár. Kallað verður eftir upplýsingum frá Jarle Reiersen, mjólkureftirlitsmanni hjá Auðhumlu, og Guðmundi Jóhannessyni, ábyrgðamanni í nautgriparækt hjá RML. Stjórn mun leggja mat á niðurstöður og taka lokaákvörðun. Stefnt er á að skoðanakönnun meðal félagsmanna LK og BÍ fari í loftið í byrjun næstu viku.
- Ráðning í afleysingu fyrir framkvæmdastjóra.Stjórn felur formanni að vinna áfram.
- Önnur mál.
Pétur Diðriksson tilkynnir að hann muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu hjá samtökunum. Er honum þakkað fyrir vel unnin störf í þágu kúabænda.
Fleira var ekki gert og fundi lokið 20.45
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda