20% er frá Austur-Evrópu
15.10.2010
Í Danmörku hefur vaxandi hluti af ráðgjafastörfum ráðunauta farið í það að útbúa leiðbeiningarefni fyrir erlent starfsfólk í landbúnaði. Ástæðan fyrir því að vaxandi hluti vinnuaflsins er erlent, er einfaldlega sú að danskir starfsmenn fást varla til þess að starfa í landbúnaði. Launin eru vissulega ekki mjög há á danskan mælikvarða, en algengt er að verkamaður fái 250-300 þúsund íslenskar krónur fyrir 37 tíma vinnuviku á kúa- eða svínabúi.
Samkvæmt
upplýsingum frá mjólkureftirlitinu í Danmörku er reiknað með því að um 20% allra sem mjólka í landinu séu frá Austur-Evrópu, flestir frá Rússlandi eða Póllandi. Vegna þessa hefur nú verið komið upp leiðbeiningarefni á bæði pólsku og rússnesku um mjaltir og mjólkurgæði og um helstu atriði sem þarf að varast.