Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

19 þúsund tonna ostafjall

27.11.2015

Vegna mikillar framleiðslu mjólkur og heldur minni sölu á sama tíma hafa mjólkurafurðir verið að safnast upp í nokkrum löndum. Helst er þar á ferðinni duft og smjör en einnig ostar. Ostar geymast reyndar ekkert óskaplega vel og því keppast margir framleiðendur við að koma þeim á markað með tilheyrandi undirboðum. Vegna þessa hefur Evrópusambandið stofnað til sérstaks geymslusjóðs, sem löndin geta sótt í og óskað eftir að fá stuðning til þess að geyma osta ef það stefnir í óefni og undirboð.

 

Öll aðilarlöndin gátu sótt um stuðning til þess að setja ostinn á lager en einungis fimm lönd sóttu um, en umsóknartímabilið var frá 19.-25. október sl. Það voru Stóra-Bretland, Írland, Svíþjóð, Ítalía og Holland. Önnur lönd töldu sig ekki þurfa að nýta sér þennan möguleika. Alls geta löndin fengið 2.100 krónur í stuðning fyrir hvert tonn sem er tekið tímabundið af markaði með þessum hætti en samþykkt var að taka 19 þúsund tonn til hliðar í þessu átaki. Ostarnir mega fyrst koma aftur inn á markaðinn eftir 60-120 daga/SS.