Beint í efni

19.fundur stjórnar LK 2019-2020

25.10.2019

Nítjándi fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2019-2020 var haldinn miðvikudaginn 16.október  2019, kl.17:00 í gegnum fundarsíma

 

Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Rafn Bergsson og Bessi Freyr Vésteinsson meðstjórnendur ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð.

 

Gengið er til dagskrár:

 

    1. Búvörusamningar. Formaður fer yfir stöðuna. Búið er að funda með ráðherra, formanni samninganefndar ríkisins og samninganefnd bænda.
      Tillaga er komin fram um mögulega útfærslu markaðar með greiðslumark.

Formaður gefur orðið laust og stjórn fer yfir útfærslu hugmyndarinnar.
Mun þessi útfærsla mæta kröfum LK, hverju hefur LK náð í gegn og hvernig spilar þessi hugmynd með því? Hverjar verða afleiðingar af þeirri hugmynd sem er núna á borðinu? Verður allt skrifað upp að nýju eða stuðst við eitthvað af gömlu kerfi þar sem við á?

Fundi slitið kl.17:35

Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri LK