Beint í efni

19. fundur stjórnar LK 2018-2019

21.03.2019

Nítjándi fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2018-2019, var haldinn mánudaginn 11. mars kl. 20:00. Símafundur.

Mætt eru Arnar Árnason, formaður, Bessi Freyr Vésteinsson, Pétur Diðriksson, Herdís Magna Gunnarsdóttir og Rafn Bergsson. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Formaður býður fundarmenn velkomna og svo var gengið til dagskrár.

Þetta var gert.

  1. Undirbúningur aðalfundar LK 2019. Gögn fyrir aðalfundarfulltrúa skulu gerð aðgengileg eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund, sem er þriðjudagurinn 12. mars. Farið var yfir dagskrá aðalfundar og fagþings. Einnig afdrif ályktana af aðalfundi 2018 og tillögur sem borist hafa frá aðildarfélögum LK. Mikill fjöldi tillagna hefur borist samtökunum frá aðildarfélögum eða 46 talsins. Margar voru keimlíkar og munu að öllum líkindum verða sameinaðar í nefndarstörfum á fundinum. Líkt og búast má við sneri fjöldi tillagna að atriðum er snerta endurskoðun búvörusamninga. Farið var yfir tillögur stjórnar inná aðalfund. Í tengslum við endurskoðun búvörusamninga er m.a. gerð tillaga að skiptingu opinbers stuðnings í nautgriparækt, viðskiptum með greiðslumark og verðlagningu mjólkur. Mikið var rætt um samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar í ljósi frumvarps landbúnaðarráðherra um afnám takmarkana á innflutningi ferskra dýraafurða, þ.m.t. frystiskylduna. Má gera ráð fyrir að sú umræða verði áberandi á aðalfundi. Einnig leggur stjórn til eflingu markaðsstarfs fyrir íslenskt nautgripakjöt og leggur áherslu á sjálfstæði Búnaðarstofu við boðaða sameiningu hennar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.
  2. Önnur mál

Ákveðið var að heyrast aftur á símafundi á morgun, þriðjudaginn 12. mars kl. 20:00.

Fleira var ekki gert og fundi lokið 21.50

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda