18.fundur stjórnar LK 2019-2020
25.10.2019
Átjándi fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2019-2020 var haldinn sunnudaginn 13.október 2019, kl.17:00 í gegnum fundarsíma
Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Rafn Bergsson og Bessi Freyr Vésteinsson meðstjórnendur ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð.
Gengið er til dagskrár:
- Búvörusamningar. Formaður hafði fundað vegna endurskoðunar og sagði tvennt standa út af þegar nú væri komið til sögu. Annað væri með hvaða hætti nákvæmlega umhverfismál væru tekin inn í samninginn og svo hver endanleg útfærsla á markaði fyrir greiðslumark yrði.
Formaður gaf orðið laust og stjórn ræddi hugmyndir um umhverfismálin og markaðsfyrirkomulag. Samhljómur var í stjórn með að útfærsla markaðar þyrfti að mæta þeirri spennu sem ríkir í kvótamálum.
- Búvörusamningar. Formaður hafði fundað vegna endurskoðunar og sagði tvennt standa út af þegar nú væri komið til sögu. Annað væri með hvaða hætti nákvæmlega umhverfismál væru tekin inn í samninginn og svo hver endanleg útfærsla á markaði fyrir greiðslumark yrði.
Fundi slitið kl.17:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri LK