18. fundur stjórnar LK 2018-2019
21.03.2019
Átjándi fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2018-2019, var haldinn miðvikudaginn 20. febrúar kl.11.00. Símafundur.
Mætt eru Arnar Árnason, formaður, Bessi Freyr Vésteinsson, Pétur Diðriksson, Herdís Magna Gunnarsdóttir og Rafn Bergsson. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.
Formaður býður fundarmenn velkomna og svo var gengið til dagskrár.
Þetta var gert.
- Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kvótakerfi í mjólkurframleiðslu.Kosningu lauk á hádegi 18. febrúar. Fór atkvæðagreiðslan fram í samræmi við ákvæði gildandi samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar og hafði hver mjólkurframleiðandi eitt atkvæði án tillits til fjölda aðstandenda að búinu, aðildar að Bændasamtökum Íslands eða Landssambandi kúabænda. Á kjörskrá voru 558 innleggjendur og alls greiddu 493 atkvæði eða 88,35%. Voru niðurstöður eftirfarandi:
- 50 eða 10,14% sögðu: Já, ég vil afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu
- 441 eða 89,41% sögðu: Nei, ég vil ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu
- 2 eða 0,41% völdu að taka ekki afstöðu.
Niðurstaðan er stefnumarkandi fyrir fulltrúa bænda við endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar sem fram fer síðar á þessu ári. Nú verða áherslur mótaðar í ljósi þessarar niðurstöðu og stefnumörkunar um aðra þætti samningsins sem koma þurfa til endurskoðunar.
- Endurskoðun búvörusamninga. Lögð voru fram drög að kröfugerð LK fyrir endurskoðun búvörusamninga en formaður og framkvæmdastjóri hafa verið boðuð á fund með samninganefnd bænda fimmtudaginn 21. febrúar. Miklar umræður um viðskipti með greiðslumark, tollamál og samkeppnisstöðu landbúnaðarins. Stjórn samþykkir drög og verða þau kynnt á samninganenfdarfundi. Drög að skoðanakönnun sem lögð verður fyrir félagsmenn LK og BÍ kynnt. Stjórn samþykkir að kynna drög í núverandi mynd fyrir BÍ.
Fleira var ekki gert og fundi lokið 12.20
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda