18. fundur stjórnar LK 2016-2017
08.02.2017
Átjándi fundur stjórnar Landssambands kúabænda, starfsárið 2016-2017 var haldinn fimmtudaginn 28. desember 2016 kl. 15:00
Símafundur.
Mætt eru Arnar Árnason formaður, Pétur Diðriksson varaformaður, Elín Heiða Valsdóttir ritari, Bessi Vésteinsson og Samúel Unnsteinn Eyjólfsson. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.
Formaður býður fundarmenn velkomna og svo er gengið til dagskrár.
Þetta var gert.
- Formannafundur LK, 5. janúar.
Framkvæmdastjóri fer yfir efni formannafundar og ítarefni bréfs til formanna vegna fundarins. Áfram verður greitt út framlag til aðildarfélaga LK eins og áður og er það í samræmi við samþykktir aðalfundar LK 2016. Stjórn mun leggja þá tillögu fyrir formannafund að þegar aðili gerist félagi í einhverju aðildarfélagi LK gerist viðkomandi sjálfkrafa félagi að LK og greiðir þar til gerð félagsgjöld. Slíkt gæti kallað á breytingar á samþykktum aðildarfélaga. Einnig rætt um mögulega aukaaðild.
- Önnur mál.
a) Greiðslur til aðildarfélaga vegna ársins 2016. Framkvæmdastjóri óskar eftir félagaskrám frá aðildarfélögum fyrir 31. desember nk. líkt og kveðið er á um í samþykktum LK. Stjórn ákveður að taka skiptingu greiðslna fyrir á næsta stjórnarfundi.
b) Næsti stjórnarfundur er ákveðinn að morgni 5. janúar í Bændahöllinni, fyrir formannafund.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 16.30
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda