Beint í efni

1,7% kúabúa á Norðurlöndum með mjaltaþjóna

09.03.2005

Samkvæmt nýju yfirliti mjólkurgæðanefndar Norrænna afurðastöðva með mjólk (NMSM) kemur fram að í lok árs 2004 voru alls 1.365 mjaltaþjónar í notkun á Norðurlöndunum, þar af flestir í Danmörku eða 779 mjaltaþjónar á 339 kúabúum. Þar er jafnframt langt hæsta hlutfall kúabúa af heild með mjaltaþjóna eða 6,2% búanna. Ísland er í þriðja sæti yfir hlutfall mjaltaþjóna af heild þar sem á 2,5% kúabúa hérlendis voru mjaltaþjónar um síðustu áramót. Nánari

upplýsingar um hlutfallið má sjá hér:

 

Danmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð Samtals
Bú með mjaltaþjóna 394 108 22 51 260 835
Fjöldi mjaltaþjóna alls 779 127 22 53 384 1.365
Fjöldi kúabúa alls 6.370 16.430 867 15.271 9.228 48.166
Hlutfall mjaltaþjónabúa af heild 6,2% 0,7% 2,5% 0,3% 2,8% 1,7%