1,7% kúabúa á Norðurlöndum með mjaltaþjóna
09.03.2005
Samkvæmt nýju yfirliti mjólkurgæðanefndar Norrænna afurðastöðva með mjólk (NMSM) kemur fram að í lok árs 2004 voru alls 1.365 mjaltaþjónar í notkun á Norðurlöndunum, þar af flestir í Danmörku eða 779 mjaltaþjónar á 339 kúabúum. Þar er jafnframt langt hæsta hlutfall kúabúa af heild með mjaltaþjóna eða 6,2% búanna. Ísland er í þriðja sæti yfir hlutfall mjaltaþjóna af heild þar sem á 2,5% kúabúa hérlendis voru mjaltaþjónar um síðustu áramót. Nánari
upplýsingar um hlutfallið má sjá hér:
Danmörk | Finnland | Ísland | Noregur | Svíþjóð | Samtals | |
Bú með mjaltaþjóna | 394 | 108 | 22 | 51 | 260 | 835 |
Fjöldi mjaltaþjóna alls | 779 | 127 | 22 | 53 | 384 | 1.365 |
Fjöldi kúabúa alls | 6.370 | 16.430 | 867 | 15.271 | 9.228 | 48.166 |
Hlutfall mjaltaþjónabúa af heild | 6,2% | 0,7% | 2,5% | 0,3% | 2,8% | 1,7% |