Beint í efni

17.fundur stjórnar LK 2019-2020

25.10.2019

Sautjándi fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2019-2020 var haldinn miðvikudaginn 28.ágúst 2019, kl.20:30 í gegnum fundarsíma.

 

Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Rafn Bergsson og Bessi Freyr Vésteinsson meðstjórnendur ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð.

 

Gengið er til dagskrár:

 

  1. Samþykkt fundargerðar síðasta fundar. Samþykkt.
  2. Búvörusamningar. Formaður fer yfir stöðuna, stjórn fór nokkuð vel yfir stöðuna í gær. Ekkert hefur breyst en samninganefnd ríkisins er að skoða málamiðlunartillögu vegna hámarksverðs. Búið að boða fund á föstudaginn með fyrirvara um að það sem út af stendur verði klárað.
  3. Formannafundur og Búnaðarþing. Dagsetningar kynntar stjórn. Formannafundur 24.-25.október 2019 og Búnaðarþing 2.-3.mars 2020.
  4. Kolefnisreiknivél BÍ. Áætlun Bændasamtakanna um að gera kolefnisreiknivél fyrir allar búgreinar. BÍ leitar eftir samstarfi við búgreinafélögin um þátttöku í kostnaði. Þetta er lagt til kynningar fyrir stjórn. Stjórn LK tekur jákvætt í þetta en óskar eftir frekari upplýsingum m.a. um á hverju kostnaðurinn byggir. Formaður og framkvæmdarstjóri munu taka fund með stjórn BÍ.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum (afurðastöðvar í kjötiðnaði). Lagt fram til kynningar. Framkvæmdarstjóri gengur frá umsögn frá LK. Stjórn bendir á að skerpa megi á þætti nautakjötsins í greinagerð.
  6. Upphaf verkefnis Skógarbænda. Kynnt fyrir stjórn, verkefnið er á miklum byrjunarreit en snýr að því að fletta saman loftslagsmál búgreina og skógræktina. Mun mögulega spila vel með aðgerðum kúabænda í loftslagsmálum með betri og nánari útfærslu. Athuga með fund á næsta vinnudegi stjórnar.
  7. Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði 2019 – 2023. Lögð fram til kynningar.
  8. Kynningafundur á stöðu aðgerðaáætlanna ráðherra. Föstudaginn 4.október s.l. var haldinn fundur í ráðuneytinu, formaður fer yfir fundinn. Glærur af fundinum voru sendar á stjórn sem sýnir stöðu hvers liðs aðgerðaráætlunarinnar. Ágætum hluta áætlunarinnar er lokið. Helstu umræður stjórnar snúa að lyfjanotkun í landbúnaði og hvernig eigi að bregðast við innflutningi á vörum þar sem lítið ef nokkuð er vitað um lyfjanotkun. Hvernig á að framkvæma viðbrögð við vörum sem framleiddar eru við aðstæður þar sem lyfjanotkun er mikil.
  9. Fræðslufundur MATÍS um matvældasvindl. Efni fundarins kynnt stjórn.
  10. Gestapennar á heimasíðu. Nýtt verkefni LK í tengslum við sparnaðaraðgerðir og heimasíðu. Óskað eftir tillögum um aðila sem gætu verið með í því og framkvæmdarstjóra falið að vinna birtingaáætlun þar um. Einnig eru tillögur um málstofu bænda á heimasíðunni.
  11. Önnur mál.
    1. Athuga með fund með Jarle vegna sýklalyfjaónæmis og aðgerðir til að sporna gegn því. Slíkur fundur áætlaður fyrir næsta vinnudag stjórnar.
    2. Útfærsla fagþings með aðalfundi LK. Athuga fyrirkomulag fyrir næsta ár.

 

Fundi slitið kl.21:32

Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri LK