Beint í efni

17. fundur stjórnar LK 2018-2019

21.03.2019

Sautjándi fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2018-2019, var haldinn miðvikudaginn 6. febrúar kl.11.30 í Bændahöllinni að Hagatorgi, 107 Reykjavík.

Mætt eru Arnar Árnason, formaður, Bessi Freyr Vésteinsson, Pétur Diðriksson, Herdís Magna Gunnarsdóttir og Rafn Bergsson. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Formaður býður fundarmenn velkomna og svo var gengið til dagskrár.

Þetta var gert.

  1. Afgreiðsla fundargerðar.Fundargerð 16. fundar stjórnar LK starfsárið 2018-2019 samþykkt og undirrituð og verður birt á naut.is í kjölfar fundarins. Ritað undir eldri fundargerðir sem áður höfðu verið samþykktar í gegnum tölvupóst og birtar á naut.is.
  2. Endurskoðun búvörusamninga. Unnið að kröfugerð LK. Stefnt er að skoðanakönnun þar sem félagsmenn LK og BÍ verða spurðir út í nánari útfærslur á samningnum þegar kemur m.a. að nýliðum, skiptingu opinbers stuðnings á einstaka liði og fleira. Þónokkrar umræður sköpuðust um efnistök skoðanakönnunarinnar. Framkvæmda-stjóra falið að vinna áfram í samvinnu við BÍ.
  3. Aðalfundur og árshátíð LK 2019. Í ár verða 28 fulltrúar og er það fjölgun um 2 fulltrúa frá fyrra ári. Rætt um starfsfólk fundarins og formanni falið að finna fundarritara. Farið var yfir dagskrá Fagþings og lagði stjórn til að skoðað yrði að fá erindi um sýklalyfjaónæmi, búfjársjúkdóma, sjálfbæra fóðuröflun og umhverfismál. Setja þarf saman árshátíðarnefnd og verður leitað til aðildarfélaga LK í þeim tilgangi.  Framkvæmdastjóri vinnur áfram.
  4. Samrekstur í nautgriparækt – Samtökunum hefur borist erindi frá RML varðandi samrekstur búa. Samkvæmt núverandi regluverki er ekki gert ráð fyrir samrekstri búa. Áður var hægt að ná fram þeim markmiðum með stofnun félagsbús en eftir að breytingarreglugerð um millifærslu greiðslumarks milli lögbýla tók gildi 15. júní sl. er það ekki lengur mögulegt, en LK lagði áherslu á að breytingin ætti ekki að koma í veg fyrir eðlilega sameiningu jarða. Verkefni um samrekstur búa hefur verið í vinnslu innan RML en því er ekki lokið að fullu. Stjórn LK mun taka niðurstöðu þess verkefnis til umfjöllunar þegar hún liggur fyrir og vilji er fyrir því að taka samrekstur búa sérstaklega fyrir í tengslum við endurskoðun búvörusamninga.
  5. Tilnefning í starfshóp um málefni nautakjötsframleiðslunnar.Fagráð í nautgriparækt hefur óskað eftir tilnefningu frá LK í starfshóp um málefni nautakjötsframleiðslunnar sem er ætla að tryggja góða samfellu í ræktunarstarfi og ráðgjöf vegna eldis nautgripa. Stjórn sammælist um að Bessi Freyr taki sæti í hópnum.
  6. Önnur mál
  • Kynntur var verkefnalisti fyrir námsmenn sem var til umfjöllunar á fundi fagráðs nautgriparæktarinnar 16. janúar sl. Stefnt er að því að fagráð kynni listann fyrir nemendum á Hvanneyri 14. febrúar nk.
  • Framkvæmdastjóri hefur unnið að verklýsingu stöðugildis sem fæli í sér utanumhald og greiningar á íslenskri nautakjötsframleiðslu og var rætt á stjórnarfundi 4. desember sl. Er í áframhaldandi vinnslu.
  • Framkvæmdastjóri á von á barni í lok maí. Ef allt gengur að óskum mun hún starfa þar til um miðjan maímánuð og gerir ráð fyrir að vera í orlofi til 1. janúar 2020. Formanni falið að vinna að því að finna afleysingarmanneskju.

Fleira var ekki gert og fundi lokið 16.45

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda