17. fundur stjórnar LK 2016-2017
15.12.2016
Sautjándi fundur stjórnar Landssambands kúabænda haldinn 13. desember 2016 kl. 16:00. Símafundur.
Mætt voru Pétur Diðriksson varaformaður, Elín Heiða Valsdóttir ritari, Bessi Vésteinsson, Samúel Unnsteinn Eyjólfsson og Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK sem ritaði fundargerð. Arnar Árnason, formaður, forfallaðist á síðustu stundu.
Framkvæmdastjóri setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og svo var gengið til dagskrár.
Þetta var rætt:
- Umsögn Landssambands kúabænda um reglugerð um nánari útfærslu á búvörusamningum, almennan stuðning við landbúnað
Framkvæmdastjóri kynnti drög a umsögn LK til atvinnuvegaráðuneytis. Miklar umræður sköpuðust um nýliðun, úttektir og skerðingu jarðræktarstykja og áhrif þess á nautakjötsframleiðendur sem rækta korn. Stjórn samþykkir umsögn og felur framkvæmdastjóra að senda áfram á ráðuneyti og birta í framhaldinu á naut.is til upplýsingar.
- Önnur mál
Formannafundur vegna félagsaðildar að LK. Umræður um fyrirhugaðan formannafund aðildarfélaga LK. Vinnudagsetning er sett þann 5. janúar nk. Stjórn felur framkvæmdastjóra að meta kostnað og umfang slíks fundar og hvort fjarfundur/símafundur komi til greina. Stjórn ítrekar mikilvægi þess að ítarlegar tillögur berist formönnum frá LK til að undirbúningur fyrir formannafund sé sem best skildi.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 17:30.
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda