Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

17.000 lítra meðalnyt árið 2020

07.09.2013

Mörgum þykir væntanlega all gott að vera með 47 lítra daglega meðalnyt eftir kúna en það er tilfellið í fjósi einu í New York fylki í Bandaríkjunum. Meðalnytin á ársgrunni, miðað við 305 daga nyt, reiknast því til þess að vera 14.335 lítrar sem er afar gott, sér í lagi þar sem búið er með 500 kýr! Vart þarf að taka fram að um Holstein Friesian kýr er að ræða.

 

Þrátt fyrir þessar miklu afurðir vill bóndinn ná lengra og hefur nú sett sér það markmið að ná 56 lítra daglegri meðalnyt á búi sínu árið 2020. Gangi það eftir, verður árleg meðalnyt kúnna komin yfir 17.000 lítra miðað við 305 daga nyt!

 

Spyrja má hvort þetta sé raunhæft markmið en þetta verkefni hafa nú bæði ráðunautar og dýralæknar búsins fengið og þeir telja að það eigi að vera hægt að ná þessu markmiði. Til þess þarf þó margt að ganga upp samkvæmt áliti ráðgjafanna: fóðurgæðin þurfa að vera trygg, búið þarf á hverjum tíma að hafa virka og örugga kynbótaáætlun, tryggja þarf uppeldið vel fyrstu 60 dagana og þá þurfa allir starfsmenn að vera vel skólaðir svo öll vinnubrögð í fjósi og við mjaltir verði nákvæmlega samkvæmt bókinni.

 

Þar að auki nefna þeir sérstaklega:

– gott legusvæði og nóg pláss við fóðurgang.

– ekki flytja kýr síðstu 10 daga fyrir burð.

– draga úr álagi með því að gefa kúnum aukið rými.

– tryggja að aldrei verði of heitt á kúnum.

/SS