Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Arla tók Endrup yfir

03.10.2017

Við greindum frá því í sumar að elsta framleiðendasamvinnufélag heims, Endrup mejeri, væri á leið í þrot er allir innleggjendur félagsins hættu að leggja inn mjólk hjá félaginu (sjá fréttina hér). Félagið, sem er danskt, fór þó aldrei alla leið í gjaldþrot heldur var því bjargað á síðustu stundu af norður-evrópska framleiðendasamvinnufélaginu Arla. Ekki hefur verið upplýst hvaða hagsmuni Arla hafi af því að eignast Endrup en þar fer í dag ekki fram nein afurðavinnsla og allir sem að Endrup stóðu eru nú þegar farnir yfir til annarra afurðafélaga.

Helst er talið að skýringuna sé einfaldlega að finna í því að Arla vildi eignast elsta framleiðendasamvinnufélag heims og nýta sér þá nafnbót í sínu markaðsstarfi. Yfirtakan hefur þegar gengið í gildi, en ekki hefur verið upplýst hvað hún kostnaði/SS.