Beint í efni

16.fundur stjórnar LK 2019-2020

25.10.2019

Sextándi fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2019-2020 var haldinn þriðjudaginn 8.október  2019, kl.19:30 í gegnum fundarsíma.

 

Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Rafn Bergsson og Bessi Freyr Vésteinsson meðstjórnendur ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð.

 

Gengið er til dagskrár:

 

    1. Búvörusamningar. Formaður fer yfir stöðuna eftir fundi dagsins. Ný bókun kemur inn í búvörusamninga sem snýr að loftslagsmálum. Tillaga kom frá samninganefnd ríkisins, samninganefnd bænda kom með móttillögu og var smíðuð bókun úr tillögum beggja nefnda sem líklegt er að komi óbreytt til atkvæðagreiðslu. Þá er ekki margt eftir til umræðu en meðal þess sem eftir stendur er tillaga samninganefndar bænda um hámarksverð á markaði með greiðslumark. Tillagan að hámarksverði kemur úr ályktun aðalfundar Landssambands kúabænda og hefur verið áhersla samninganefndar bænda frá upphafi endurskoðunar. Formaður gefur orðið laust og stjórnarmenn taka til máls. Stjórn fer yfir þau rök sem LK hefur haft fyrir kröfunni um hámarksverð. Stjórnarmenn lýsa einnig yfir óánægju með það ef krafan um hámarksverð nær ekki í gegn. Afleiðingar þess að hafa ekki hámarksverð gætu orðið þær að markaður fer í uppnám eftir pattstöðu í of langan tíma, minni bú og þau sem hafa minna fjármagn koma verst út úr því ef það næst ekki í gegn. Hugsa þarf til framtíðar, munu þessi markmið ríkisins mæta byggðarsjónarmiðum, fjölskyldubúum og búum á svæðum þar sem mjólkurframleiðsla er á undanhaldi eða ekki.

Fundi slitið kl.20:00

Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri LK