Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

15 ráð til þess að lækka frumutölu

28.07.2012

Ráðgjafasvið landbúnaðardeildar Háskólans í Minnesota í Bandaríkjunum er afar öflug og stendur m.a. fyrir reglulegri útgáfu á fjölbreyttu fræðsluefni fyrir bændur. Þetta efni, sem vissulega er á ensku, er lagt á heimasíðu skólans (www.ansci.umn.edu) og hefur svo öðlast framhaldslíf í mörgum löndum, sem hafa mikið til afritað og þýtt efnið.
 
Meðal þess sem þarna má finna eru sk. „ToolBox“ sem eru stuttar og hnitmiðaðar leiðbeiningar til bænda. Eitt þessara „ToolBox-a“ kallast á móðurmálinu „Fifteen Ways to Reduce Somatic Cell Counts“ eða fimmtán leiðir til þess að lækka frumutölu. Auðvitað eiga ekki öll ráð við hér á landi og sum etv. frekar sérstök fyrir okkar aðstæður, en það er þó fróðlegt að sjá hvaða ráð kúabændur í Bandaríkjunum eru að fá og því látum við þau koma hér í lauslegri snörun.
 
1. Haldið kúnum alltaf þurrum og hreinum. Þetta tryggir hreint yfirborð júgurs og spena og kemur þar með í veg fyrir að bakteríur geti átt greiða leið upp í spenaendann.
2. Kallið eftir aðstoð hæfra ráðgjafa varðandi mjólkurgæði.
3. Prófið kýrnar með CMT prófinu mánaðarlega til þess að skilgreina vandamálin betur og finna kýr sem eru sýktar.
4. Látið rækta tankmjólkursýni mánaðarlega til þess að hafa eftirlit með því hvaða bakteríur eru að valda skaða á hverjum tíma (innskot: víða í dag komin sk. PCR próf sem gera þetta, en PCR er erfðaefnisgreining á bakteríum í tankmjólk).
5. Ef niðurstöður tankmjólkurgreiningar benda til þess að í fjósinu sé hátt hlutfall af bakteríunum Aureus eða Agalactiae þarf að finna viðkomandi kýr með kýrsýnum og í framhaldnu fara í aðgerðir sem draga úr smiti á milli kúa (vinnubrögð við mjaltir, hendur, mjaltatæki).
6. Ef niðurstöður tankmjólkurgreiningar benda til þess að í fjósinu sé hátt hlutfall af umhverfisbakteríum þarf hinsvegar að skoða aðbúnað kúnna og vinnubrögð við umhirðu gripanna. Tryggja nægan og ferskan undirburð og skipta daglega um undirburðinn í aftari hluta básanna. Jafnframt nota spenadýfu til þess að loka spenunum fyrir mögulegu smiti.
7. Viðhafið stöðluð vinnubrögð við mjaltir. Notið bæði þvottadýfu fyrir mjaltir og spenadýfu eftir mjaltir. Verjið 10-20 sekúndum við júgurþrif og notið svo þvottadýfuna og gefið henni amk. 30 sekúndna tíma til þess að gera sitt gagn áður en spenarnir og spenaendarnir eru þrifnir vandlega (innskot: þetta ráð þeirra er all ólíkt því sem ráðlagt er í flestum löndum Evrópu, þar sem ráðlagt er að byrja á þvottadýfunni áður en kýrnar eru að öðru leiti snertar). Skipulegið vinnbrögðin þannig að undirbúningstími kúnna fyrir mjaltir verði 60-120 sekúndur.
8. Hreytið 3-4 góða mjólkurboga úr hverjum spena til þess að greina hvort mjólkurgæði viðkomandi júgurhluta séu í lagi.
9. Slátrið kúm sem eru með króníska júgurbólgu og taka ekki meðferð.
10. Meðhöndlið alla júgurhluta allra kúa í geldstöðu með geldstöðulyfjum (innskot: almennt er þetta ekki aðferð sem mælt er með í Evrópu, en hinsvegar mælt með því að taka sýni úr öllum kúm sem fara í geldstöðu og ef ræktun leiðir í ljós bakteríur, þá skuli meðhöndla kýrnar annars ekki).
11. Skoðið hvort ástæða sé til þess að nota spenakítti á geldstöðukýrnar (innskot: dönsk rannsókn hefur sýnt að með því að eingöngu loka spenanum með spenakítti (orbesealer) hefur það lítil sem engin áhrif en saman með geldstöðulyfjum hefur það hinsvegar gagnleg áhrif).
12. Gefið geldstöðukúnum nægt pláss, gott undirlag að liggja á og gnótt af fersku lofti.
13. Haldið kúnum eins við svalar aðstæður, sér í lagi þegar heitt er í veðri (innskot: kýr í hárri dagsnyt tapa orku strax við 20 gráðu hita, svo þeim þarf að halda köldum ef unnt er).
14. Haldið alltaf flugunum í burtu frá kúnum.
15. Tryggið að mjaltatækin vinni eins og þau eiga að gera. Komið ykkur upp vinnubrögðum sem fela í sér reglubundið eftirlit með virkni mjaltatækjanna og viðhaldi þeirra. Skiptið um gúmmíhluti í samræmi við leiðbeiningar framleiðenda. Sjáið til þess að þvottakerfi mjaltakerfisins vinni eins og það á að gera./SS