Beint í efni

15.fundur stjórnar LK 2019-2020

11.10.2019

Fimmtándi fundur stjórnar LK 2019-2020. Vinnudagur stjórnar LK föstudaginn 20.september 2019 haldinn kl.10:05 í Bændahöllinni.

Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Bessi Freyr Vésteinsson og Rafn Bergsson meðstjórnendur ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur framkvæmdarstjóra og Höskuldi Sæmundssyni verkefnastjóra sem verður viðstaddur fyrsta og þriðja dagskrárlið. Jóhanna ritar fundargerð. Formaður setur fundinn kl.10:05 og gengur til dagskrár.

Á dagskrá er:

10:30 – Nautakjötsverkefni LK. Höskuldur fer yfir stöðuna á verkefninu og það efni sem hann er kominn með. Verkefnið fer vel af stað og töluvinnsla farin að taka á sig mynd í fyrstu skrefum verkefnisins.

12:15 – Hádegismatur

12:45 – RML mætir og kynnir nýtt hagrænt vægi. Guðmundur Jóhannsson kemur fyrir þeirra hönd. Hann fer yfir forsendur verkefnisins og markmið ræktunarstarfs í heild. Þá fór Guðmundur yfir verklag, sviðsmyndir sem notaðar voru og niðurstöður sem þær báru. Einnig var farið yfir forsendur sem voru fengnar með spám, skoðanakönnunum og öðrum athugunum eða greiningum. Niðurstöður verkefnisins í heild sýna m.a. að áherslur kynbótastarfs hafi ekki verið fjarri því sem hagkvæmast er, bændur leggi minni áherslu á meiri afurðasemi en hagkvæmt er og sú árlega erfðaframför geti skilað stofninum um 150millj. kr hagræðingu á ári fyrir samfélagið í heild eða ca 1kr pr ltr. Þeir fjármunir sem veittir verða í kynbótstarfið munu skila sér á fáum árum og margfalda árangur til lengri tíma litið.

13:30 – Tollamál. Sigmar Vilhjálmsson og Höskuldur Sæmundsson sitja þennan dagskrárlið með stjórn. Sigmar fór með framsögu um starf sitt og hlutverk hjá FESK. Tollamálin voru rædd og þær áskoranir sem innflutningur getur búið til.

14:50 – Félagsmálanefnd BÍ afþakkaði boð um erindi. Þá var snúið að málefnum Landssambands kúabænda. Undirbúningur fyrir haustfundi og staða búvörusamninga rætt saman. Samninganefndarfundur daginn áður skilaði ákveðinni vinnu sem verður unnið áfram með í næstu viku.

Fundi slitið kl.16:00