Beint í efni

15. fundur stjórnar LK 2016-2017

15.12.2016

Fimmtándi fundur stjórnar Landssambands kúabænda, starfsárið 2016-2017 var haldinn mánudaginn 21. nóvember 2016 kl.16:00.

Símafundur.

Mætt eru Arnar Árnason formaður, Pétur Diðriksson varaformaður, Elín Heiða Valsdóttir ritari, og Bessi Vésteinsson. Bóel Anna Þórisdóttir, varamaður fyrir Samúel Unnstein Eyjólfsson, forfallaðist. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Formaður býður fundarmenn velkomna og svo er gengið til dagskrár.

Þetta var gert.

  1. Skipun í samráðshóp ráðherra vegna endurskoðunar búvörusamninga.

Nú liggur fyrir að samráðshópur ráðherra verður fjölmennari en áður var lagt upp með. Bændur fá þriðja fulltrúann í hópinn og er hann skipaður af LK. Elín Heiða Valsdóttir, stjórnarmaður LK, mun sitja fyrir hönd félagsins. Varamaður er Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK.

  1. Formannafundur aðildarfélaga LK.

Við kynningu á nýju félagsgjaldakerfi á haustfundum LK hafa vaknað margar spurningar og efnislegar og góðar umræður skapast. Til að tryggja sem mesta þátttöku meðal kúabænda mun stjórn LK boða til formannafundar með formönnum aðildarfélaga LK í byrjun árs 2017, fyrir aðalfundi félaganna, þar sem breytingar gætu kallað á samþykktarbreytingu félaganna. Stjórn felur framkvæmdastjóra að undirbúa fundinn og senda boð ásamt vinnugögnum til formanna fyrir jól.

  1. Önnur mál.
  • Niðurstaða héraðsdóms um innflutning á hráu kjöti. Framkvæmdastjóri fer yfir málið. Samráðshópur ráðuneyta heldur utan um málið. Ekki er búið að taka ákvörðun um næstu skref en það verður gert á næstu dögum. Framkvæmdastjóri mun áfram fylgjast með gangi mála.
  • Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir setu sinni í háskólaráði Landbúnaðarháskóla Íslands. Staðan er ólaunuð.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 16:50

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda