Beint í efni

14.fundur stjórnar LK 2019-2020

11.10.2019

Fjórtándi fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2019-2020 var haldinn miðvikudaginn 11.september 2019, kl.20:30 í gegnum fundarsíma.

 

Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Rafn Bergsson og Bessi Freyr Vésteinsson meðstjórnendur ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð. Jónatan Magnússon ritari er fjarverandi.

 

Gengið er til dagskrár:

 

 1. Samþykkt fundargerðar síðasta fundar. Samþykkt.
 2. Búvörusamningar. Formaður fer yfir stöðuna, ýmis vinna er í gangi milli ráðuneytis og BÍ. Formaður fer hringinn á stjórninni til að taka saman umræður í landshlutum. Helstu áhyggjur og sameiginlegar með öllum er markaður með greiðslumark, hvernig hann verður og hvenær komist hreyfing á hann. Ljóst er að greiðslumarkið verður áfram eins og kosið var um, ekki er ágreiningur þar um milli samninganefnda ríkis og bænda.
 3. Dagskrá vinnudag stjórnar. Erindi staðfest utan eitt, það verður farið yfir tollamálin og hagræna vægið. Beðið er eftir svari nefndar sem fer með endurskoðun félagskerfisins. Formaður og framkvæmdarstjóri taka saman punkta um félagsmálin frá LK fyrir vinnudaginn.
 4. Kynning á LK í Færeyjum. Framkvæmdarstjóri mun þiggja boð Færeyinga um að kynna LK þar næstkomandi helgi á kjöthátíðinni „Slakti“.
 5. Veffræðslan. LK hefur fengið spurningar um aðgang að henni, áform eru um að opna á hana aftur en með öðrum leiðum heldur en að hýsa hana á heimasíðu sambandsins sem var bæði flókið og dýrt.
 6. Breytingar á lögum um slátrun og sláturafurðum. Breytingar kynntar stjórn.
 7. Beðni um auglýsingu í ferðablaði. Stjórn metur að auglýsingagildi félagasamtaka sem LK, sér lítið í erlendu blaði og hafnar beiðni.
 8. Tollskrá og kjöt. Erindi frá BÍ kynnt stjórn, ákveðin endurskoðun í gangi og BÍ boðið að skila inn athugasemdum, framkvæmdarstjóri og verkefnastjóri markaðsmála taka saman athugasemdir sem koma skal á framfæri við BÍ frá LK.
 9. Verðalagsnefnd. Tilnefningar hafa verið sendar. Arnar tilnefndur aðalmaður og Margrét Gísladóttir varamaður hans.
 10. Önnur mál.
  1. Fagkeppni meistarafélags kjötiðnaðarmanna – formleg styrkbeiðni komin. LK vill taka þátt eins og áður en umræður sköpuðust um upphæð. Verður tekin til umfjöllunar með öðrum búgreinafélögum sem verða með.
  2. Reglugerð í sláturhúsum – ekki má flytja smákálfa í sláturhús fyrr en þeir hafa náð 7 daga aldri, bændur sem hafa ekki aðstæður til uppeldis þeirra kvíða framfylgninni. Slíkt kallar á mjólkurgjöf í 14-20 skipti (fer eftir sláturdögum). Framkvæmdarstjóra falið að skoða uppruna reglugerðar og framkvæmdina.
  3. Staða á málefnum ófrysts kjöt, framkvæmdarstjóra gert að skoða málið.
  4. Umræður um framtíð félagskerfis bænda. Ýmsar vangaveltur stjórnarmeðlima; Hvernig á að stýra félagsmálum, hvernig á samvinnu að vera hagað og hvernig á að reka hagsmunagæsluna, hver verður innleiðing nýs kerfis og hver er framtíð búnaðarsamtaka. Drög lögð að minnisblaði stjórnar fyrir vinnufund.

 

Fundi slitið kl.21:35

Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri LK