Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

14. fundur stjórnar LK 2017-2018

02.05.2018

Fjórtándi fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2017-2018, var haldinn miðvikudagskvöldið 4. apríl 2018 kl. 20:00. Símafundur.

Á fundinn mættu Arnar Árnason formaður, Pétur Diðriksson, Elín Heiða Valsdóttir, Herdís Magna Gunnarsdóttir og Bessi Freyr Vésteinsson. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og svo var gengið til dagskrár.

Þetta var gert:

  1. Ársreikningur LK 2017 og fjárhagsáætlun 2018. Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning samtakanna. Samtökin eru nokkuð vel sett, tap ársins er 2.286.058 kr. í stað 19.000.000 króna halla sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem samþykkt var á aðalfundi 2017. Útskýringar þessarar stöðu má fyrst og fremst rekja til greiðslna á eftirstöðvum búnaðargjalds sem námu 14.289.316 krónum. Eins er lægri launakostnaður en áætlaður var þar sem stjórn LK tók ákvörðun um að ráða framkvæmdastjóra í 50% hlutfall frá 1. ágúst til 1. janúar 2018 á meðan framkvæmdastjóri var í fæðingarorlofi. Var þá enginn framkvæmdastjóri á launum í júlímánuði. Einnig voru stjórnarfundir á yfirstandandi starfsári töluvert færri en starfsárið 2016-2017 og þar með færri ferðir stjórnarmanna. Eins er frestun haustfunda LK að telja töluvert en er stjórn sammála því að ekki verður fallið frá þeim aftur.

Stjórn er sammála um að halda öllum kostnaði í kringum erfðamengisúrvals-verkefnið aðskildum frá öðrum rekstrarkostnaði samtakanna í framtíðinni, sem og fjárhæðum framleiðsluráðssjóðs sem fjármagnar verkefnið að hluta.

Tekjur vegna félagsgjalda námu 23.185.901 krónum árið 2017 og er það heldur lægra en áætlað var. Skýrist það m.a. af þeirri ástæðu að innheimta félagsgjalda af slátruðum gripum fóru af stað síðar en áætlað var.

Samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir tekjum uppá 37.200.000 krónur, þar af 34.500.000 í gegnum félagsgjöld. Rekstrarkostnaður er áætlaður 49.650.000 krónur og því ljóst að áætlaður halli af rekstri verður 12.450.000 krónur árið 2018.

Mikið rætt um mögulegar hagræðingarleiðir í rekstri og nýja tekjumöguleika. Stjórn samþykkir að fjárhagsáætlun verði lögð fyrir aðalfund í núverandi mynd.

  1. Önnur mál
  • Nokkrar umræður um fréttir þess efnis að ágalli á lagasetningu gæti heft innflutning sérosta sem FA sendi fréttatilkynningu vegna og greint var frá á naut.is fyrr um daginn.
  • Stjórn ákveður að taka stuttan stjórnarfund fimmtudagskvöldið 5. apríl til að fara yfir aðalfund samtakanna sem hefst á Hótel Selfossi kl. 10 árdegis föstudaginn 6. apríl að Hótel Selfossi.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 21.35.

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda