Beint í efni

14. fundur stjórnar LK 2016-2017

15.12.2016

Fjórtándi fundur stjórnar Landssambands kúabænda, starfsárið 2016-2017 var haldinn fimmtudaginn 10. nóvember 2016 kl. 11:00 á skrifstofu MS á Selfossi, Austurvegi 65, 800 Selfossi.

Mætt eru Arnar Árnason formaður, Pétur Diðriksson varaformaður, Elín Heiða Valsdóttir ritari, Bessi Vésteinsson og Bóel Anna Þórisdóttir kemur inn sem varamaður fyrir Samúel Unnstein Eyjólfsson. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Formaður býður fundarmenn velkomna og svo er gengið til dagskrár.

Þetta var gert.

  1. Afgreiðsla fundargerða símafunda stjórnar, 11., 12., og 13. fundur stjórnar LK starfsárið 2016-2017.

Miklar umræður um innflutning á nautakjöti við afgreiðslu fundargerðar 11. fundar stjórnar. Stjórn felur framkvæmdastjóra að skoða innflutningsgluggann betur.

  1. Formannafundur BÍ, nýtt félagsgjaldakerfi og aukabúnaðarþing.

Formaður fer yfir formannafund BÍ sem haldinn var á Hótel Sögu 7. nóvember vegna nýs félagsgjaldakerfis BÍ. Bændasamtökin verða með fast gjald, 42.000 kr. á bú á ári og gildir það fyrir tvo aðila. Skylda verður að vera í amk. einu aðildarfélagi BÍ. Boðað er til aukabúnaðarþings 24. nóvember þar sem nýtt kerfi kallar á breytingar á samþykktum. Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu nýs félagsgjaldakerfis hjá LK sem verður í samræmi við samþykktir aðalfundar félagsins frá 1. apríl 2016, þar sem kveðið er á um að fara í gegnum afurðastöðvarnar með félagsgjaldið. Frá og með 1. janúar nk. verður enginn félagi að LK nema hafa sótt um það sérstaklega. Því er mikilvægt að LK kynni nýtt kerfi vel fyrir félagsmönnum og umsókn um félagsaðild sé einföld og aðgengileg fyrir bændur.

  1. Verðlagsnefndarfundur

Formaður fer yfir efni verðlagsnefndarfundar sem haldinn var 8. nóvember. Farið var yfir verðlagsgrunninn og er hækkunarþörf uppá 1,14% frá síðasta grunni 1. júlí. Kjarnfóður er óbreytt milli grunna, rekstrarvörur hækka, dísilolía hækkar en er á niðurleið núna. Liðir sem innihalda launalið hækka sökum launahækkana. Miklar umræður um verðlagsgrundvallarbúið sem er rekið með miklu tapi vegna uppsafnaðrar hækkunarþarfar sem hefur ekki verið ráðist í. Liðir sem innihalda launalið hækka sökum launahækkana. Næsti fundur verðlagsnefndar er dagsettur 6. desember og þá ákveðið hvort skuli verðlagt.

  1. Framkvæmdanefnd búvörusamninga

Formaður á sæti í framkvæmdanefnd búvörusamninga og fer yfir efni fundar sem haldinn var 8. nóvember. Farið var yfir drög að reglugerðum búvörusamninga. Tillögur LK er flestar að finna í drögunum. Gert er ráð fyrir að óskað verði eftir umsögnum í lok mánaðar.

  1. Haustfundir LK

Framkvæmdastjóri fer yfir undirbúning og kynningu fundanna og fer í gegnum kynninguna með stjórn. Miklar umræður um félagsaðild að LK og mikilvægi þess að nýtt kerfi sé kynnt vel fyrir bændum. Hægt verður að skrá sig sem félaga í LK á haustfundum.

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 15:00.

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda