Beint í efni

Fullwood ætlar sér stóra hluti

28.04.2017

Breski mjaltatækjaframleiðandinn Fullwood, sem m.a. er með mjaltaþjóna í sinni framleiðslu, ætlar sér stóra hluti á Norðurlöndum með mjaltaþjóna. Að sögn Fullwood er fyrirtækið með 40% markaðshlutdeild mjaltaþjóna í Stóra-Bretlandi, 30% af mjaltaþjónum Belgíu, 20% í Þýskalandi og 17% í Hollandi. Enn sem komið er hefur Fullwood ekki náð mikilli útbreiðslu á Norðurlöndum en nú stendur til að breyta þessu og hefur verið settur kraftur í markaðsstarfið.

Sem kunnugt er hefur Fullwood fengið Landstólpa sem umboðsaðila hér á landi en hefur einnig tryggt sér þjónustu fyrirtækisins Urbanfeeders fyrir sænska markaðinn. Svo virðist sem að Fullwood ætli að veðja svolítið á þann markað ef marka má þær fréttir sem þaðan berast núna frá helstu samkeppnisaðilum Fullwood á mjaltaþjónamarkaði í Svíþjóð en fréttst hefur af afar góðum tilboðum á Fullwood mjaltaþjónum sem sænskir bændur hafa fengið, en að sögn hafa mjaltaþjónarnir verið boðnir á innan við 10 milljónir íslenskra króna/SS.