Beint í efni

13-17% verðhækkun á umframmjólk

28.06.2013

Svofelld tilkynning hefur borist frá Auðhumlu svf. „

Stjórn Auðhumlu svf. hefur ákveðið nýtt verð fyrir umframmjólk frá 1. júlí 2013 kr. 47,00 pr. ltr. fyrir sem svarar 2% af greiðslumarki hvers og eins og kr. 42,00 pr. ltr. fyrir það sem umfram það er. Verðið gildir til 30. september nk. Þá verður ákvarðað nýtt verð fyrir síðasta fjórðung ársins, sem getur verið hærra eða lægra eftir markaðsaðstæðum fyrir mjólkurafurðir á alþjóðamarkaði.“

 

 

Umframmjólk er mjólk sem framleidd er umfram greiðslumark mjólkurframleiðenda og skal flutt úr landi á ábyrgð viðkomandi framleiðanda og afurðastöðvar, skv. lögum um framleiðslu, sölu og verðlagningu á búvörum nr. 99/1993.

 

Stjórn Auðhumlu svf. tók síðast ákvörðun um verð á umframmjólk 1. apríl sl. Þá var verðið fyrir fyrstu 2% umfram greiðslumark 42 kr/ltr og 36 kr/ltr fyrir allt umfram það./BHB