13.fundur stjórnar LK 2019-2020
11.09.2019
Þrettándi fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2019-2020 var haldinn miðvikudaginn 28.ágúst 2019, kl.20:30 í gegnum fundarsíma
Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Rafn Bergsson og Bessi Freyr Vésteinsson meðstjórnendur ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð.
Gengið er til dagskrár:
1. Samþykkt fundargerðar síðasta fundar. Samþykkt.
2. Vinnudagur stjórnar. Formaður stingur upp á föstudeginum 20.september og að byrjað sé kl.10:30. Stjórnarmeðlimir hafa m.a. stungið upp á að stjórn fá kynningar á tollamálum og endurskoðun félagskerfis landbúnaðarins á vinnudeginum. Framkvæmdarstjóra er falið að fá erindin fyrir vinnudag.
3. RML og hagræna vægið. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur nú birt skýrslu um hagrænt vægi eiginleika í nautgriparækt en eins og nafnið bendir til fjallar hún um mat á hagrænu vægi eiginleika í kynbótastarfi nautgriparæktarinnar. Skýrsla lögð fram til kynningar.
4. Ljós á grillvagninn. Eru brotin og óvirk, framkvæmdarstjóri óskar eftir leyfi stjórnar til að kaupa ný ljós og skipta um svo að hann sé tilbúinn til útleigu. Samþykkt. Einnig er lagt fram að leigja hann út hér eftir fyrir 20.000kr.- pr. skiptið til að mæta viðhaldi og viðgerðum á vagninum. Samþykkt.
5. Stjórn Hvanneyrarbúsins. Rektor LbhÍ er komin í stjórn búsins og er lagt til að styrkja sambandið á milli LK og Hvanneyrarbúsins enda rannsóknir mikilvægar fyrir íslenska mjólkur- og nautakjötsframleiðslu.
6. Kolefnisskýrsla. Í dag vantar aðeins upplýsingar um raforkunotkun og olíunotkun hjá nautgripabændum til að geta lokið verkinu. Stjórn ræðir hvar hægt sé að nálgast upplýsingarnar. Stjórn ákveður að fá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins í útreikning á olíunotkun nautgripabænda og athuga um leið með vinnu um rafmagnsnotkun.
7. Leigusamningur LK við IL. Stjórn hefur áður samþykkt að leiga skrifstofurými fyrir Höskuld Sæmundsson sem vinnur að markaðsfærslu nautkjöts um þessar mundir. Samningur liggur nú fyrir og mun hann deila rými með Icelandic Lamb.
8. Efni frá Höskuldi. Áætlað er að Höskuldur komið með á haustfundi LK til að kynna sitt starf. Lagt er fyrir stjórn fyrsta mynd af verkferli verkefnisins. Einnig mun hann vera með á vinnudegi LK í næsta mánuði.
9. Önnur mál.
a. Farið er yfir fyrirkomulag akstursgreiðslna til fulltrúa LK sem sitja í Fagráði.
b. Umræður um skipan í verðlagsnefnd.
c. Athuga með uppfærslu á ljósmyndum á naut.is, hugmynd að hafa Fyrirmyndarbú hvers árs á forsíðunni.
d. Umræður um samstillingar á kúm, athuga þarf lága fangprósentu í samstillingum.
Fundi slitið kl.21:25
Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri LK