Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

13. fundur stjórnar LK 2018-2019

28.01.2019

Þrettándi fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2018-2019, var haldinn þriðjudaginn 20. nóvember kl. 19:30. Símafundur.

Mætt eru Arnar Árnason, formaður, Bessi Freyr Vésteinsson, Pétur Diðriksson, Rafn Bergsson og Borghildur Kristinsdóttir. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Formaður býður fundarmenn velkomna og svo var gengið til dagskrár.

Þetta var gert.

  • Athugasemdir LK við reglugerð um stuðning í nautgriparækt. Vinnuhópur um reglugerðir búvörusamninga hefur óskað eftir athugasemdum frá stjórn LK er varðar reglugerð um stuðning í nautgriparækt. Stjórn er sammála um að í kjölfar endurskoðunar búvörusamninga muni verða frekari breytingar á reglugerð um stuðning í nautgriparækt. Þó telur stjórn LK mikilvægt og eðlilegt að ráðast strax í ákveðnar breytingar sem munu þá gilda frá 1. janúar 2019 til gildistöku endurskoðaðs samnings. Er framkvæmdastjóra falið að senda eftirfarandi athugasemdir á vinnuhópinn fyrir hönd stjórnar LK:
  • Tilfærsla greiðslumarks milli lögbýla í eigu sama aðila var gerð óheimil með breytingarreglugerð í júní 2018. Breyta þarf orðalagi reglugerðar í samræmi við það.
  • Gerir LK tillögu að því að að þeir sem framleiddu a.m.k. 10% umfram greiðslumark á árunum 2013-2015 detti út sem forgangshópur við kaup á greiðslumarki, enda ljóst að ávallt hugsað sem tímabundinn forgangur m.v. að greiðslumarkið myndi fjara út á samningstímanum. Áfram hafi nýliðar forgang að 25% þess greiðslumarks sem innleyst hefur verið hverju sinni. Líklega þarf að breyta samningnum sjálfum svo þessi breyting geti átt sér stað og er það þá gert við endurskoðun.
  • Stjórn Landssambands kúabænda styður þær hugmyndir sem fram hafa komið um að setja þak á magn greiðslumarks sem hver framleiðandi getur óskað eftir á hverjum innlausnarmarkaði fyrir sig og telur rétt að hámarkið skuli bundið við 100.000 lítra. Þá getur hver framleiðandi óskað að hámarki eftir 400.000 lítrum yfir árið, þ.e. 100.000 lítrum að hámarki á hverjum innlausnardegi ársins. Hefur þessi tillaga verið lögð fyrir framkvæmdanefnd búvörusamninga. Gera má ráð fyrir að þetta fyrirkomulag sé tímabundið, þ.e. þar til ljóst er hvort greiðslumarkið verði áfram eður ei og þá með hvaða hætti samið verður um hvernig viðskiptum með greiðslumark skuli háttað.
  • LK mun gera tillögu að framleiðsluskyldu fyrir fund framkvæmdanefndar búvörusamninga, áætlaðan 5. desember nk.
  • Mikilvægt er að gæta samræmis við úthlutun fjárfestingarstuðnings og í núverandi vinnureglum eru t.d. flórsköfukerfi styrkhæf en ekki flórsköfuróbótar. Lagt hefur verið til að enginn tæknibúnaður verði styrkhæfur, hvort sem hann flokkast sem fylgifé fasteignar eða ekki. Tekur stjórn LK undir það sjónarmið að eðlilegt þykir að allur tækjabúnaður sé undanskilinn fjárfestingastuðningi.
  • Að lokum minnir stjórn Landssambands kúabænda á þá afstöðu sína að umsóknarfé sé ekki túlkað sem hluti af þeim 0,7% af heildarframlögum sem hér um ræðir. Fjárfestingarstuðningur samningsins er háður umsóknum og er sérstaklega kveðið á um hámarksgreiðslur á þeim stuðningi. Leggur stjórn samtakanna áherslu á að telja ekki saman stuðningsgreiðslur á framleiðslu og gripi annars vegar og umsóknarfé hins vegar. Túlkun á þann veg að umsóknarfé teldist til heildarframlaga í grein 10.2 getur falið í sér minni fjárfestingar í greininni og þar með hægari uppbyggingu. Var það skilningur fulltrúa LK í samninganefnd búvörusamninga að umsóknarfé og stuðningsgreiðslur séu aðskyldar og grein 10.2 eigi einungis við um stuðningsgreiðslur. Er þetta í samræmi við ákvörðun á 9. fundi stjórnar LK starfsárið 2017-2018, haldinn 1. febrúar 2018.

Annað var ekki rætt og fundi slitið kl. 21:30.

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda