Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

123,2 milljónir lítra voru vigtaðir inn til afurðastöðvanna árið 2010

15.01.2011

Nú liggja fyrir upplýsingar um ársframleiðslu mjólkur á Íslandi árið 2010 en samkvæmt upplýsingum frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði nam innvigtunin á árinu 123,2 milljónum lítra og var innvigtunin 2,4 milljónum minni en árið 2009 eða sem nemur 1,9%. Innvigtun mjólkur í desember, til afurðastöðva innan SAM, var 3,2% minni en í desember árið 2009.

 

Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig innvigtunin skiptist á milli mánaða árin 2010 og 2009.

 

Mánuður 2010 2009 Mismunur Mism. %
Janúar 10.301.428 10.766.374 -464.946 -4,32
Febrúar 9.926.408 10.049.873 -123.465 -1,23
Mars 11.597.540 11.313.417 +284.123 +2,51
Apríl 10.903.302 11.253.031 -349.729 -3,11
Maí 11.348.595 11.455.207 -106.612 -0,93
Júní 11.189.096 11.584.468 -395.372 -3,41
Júlí 10.544.458 10.715.544 -171.086 -1,60
Ágúst 10.017.706 10.082.583 -64.877 -0,64
September 9.233.289 9.450.302 -217.013 -2,30
Október 8.906.469 9.369.819 -463.350 -4,95
Nóvember 9.290.007 9.344.256 -54.249 -0,58
Desember 9.858.223 10.184.587 -326.364 -3,20
SAMTALS 123.178.275 125.569.461 -2.391.186 -1,90

 

Sala mjólkurvara árið 2010 var undir væntingum, en samtals var salan á próteingrunni 114,7 milljónir lítra sem er samdráttur sem nemur -1,21% samanborið við árið 2009.

 

Sala mjólkurvara á fitugrunni var einnig undir væntingum, en samtals var salan 110,7 milljónir lítra sem er samdráttur um 0,83% frá árinu 2009.

 

Þá var salan í desember töluvert frá desembersölunni árið 2009 en samdráttur í sölu á próteingrunni nam 3,4% og 6,7% á fitugrunni.

 

Uppgjör innvigtunar mjólkursamlagana sýnir að mikil aukning varð á árinu 2010 í innvigtun á Egilsstöðum eða sem nemur 10,5% og næst mest aukning í Skagafirði eða 4,2%. Mestur hlutfallslegur samdráttur í innvigtun varð hinsvegar hjá samlaginu í Búðardal, en innvigtun þar var 13,5% minni árið 2010 en árið 2009. Mestur samdráttur í lítrum talinn var hinsvegar hjá MS Selfossi eða um 1,5 milljónir lítra. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu.

 

Mjólkursamlag Innvigtunin 2010 í milljónum lítra Breytingar frá 2009
MS Reykjavík 15,1 -1,9%
MS Búðardal 3,7 -13,5%
MS Ísafirði 1,4 +1,3%
Mjólkursamlag KS 12,1 +4,2%
MS Akureyri 37,3 -2,7%
MS Egilsstöðum 6,0 +10,5%
MS Selfossi 47,5 -3,2%
Samtals landið 123,2 -1,9%