123,2 milljónir lítra voru vigtaðir inn til afurðastöðvanna árið 2010
15.01.2011
Nú liggja fyrir upplýsingar um ársframleiðslu mjólkur á Íslandi árið 2010 en samkvæmt upplýsingum frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði nam innvigtunin á árinu 123,2 milljónum lítra og var innvigtunin 2,4 milljónum minni en árið 2009 eða sem nemur 1,9%. Innvigtun mjólkur í desember, til afurðastöðva innan SAM, var 3,2% minni en í desember árið 2009.
Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig innvigtunin skiptist á milli mánaða árin 2010 og 2009.
Mánuður | 2010 | 2009 | Mismunur | Mism. % |
Janúar | 10.301.428 | 10.766.374 | -464.946 | -4,32 |
Febrúar | 9.926.408 | 10.049.873 | -123.465 | -1,23 |
Mars | 11.597.540 | 11.313.417 | +284.123 | +2,51 |
Apríl | 10.903.302 | 11.253.031 | -349.729 | -3,11 |
Maí | 11.348.595 | 11.455.207 | -106.612 | -0,93 |
Júní | 11.189.096 | 11.584.468 | -395.372 | -3,41 |
Júlí | 10.544.458 | 10.715.544 | -171.086 | -1,60 |
Ágúst | 10.017.706 | 10.082.583 | -64.877 | -0,64 |
September | 9.233.289 | 9.450.302 | -217.013 | -2,30 |
Október | 8.906.469 | 9.369.819 | -463.350 | -4,95 |
Nóvember | 9.290.007 | 9.344.256 | -54.249 | -0,58 |
Desember | 9.858.223 | 10.184.587 | -326.364 | -3,20 |
SAMTALS | 123.178.275 | 125.569.461 | -2.391.186 | -1,90 |
Sala mjólkurvara árið 2010 var undir væntingum, en samtals var salan á próteingrunni 114,7 milljónir lítra sem er samdráttur sem nemur -1,21% samanborið við árið 2009.
Sala mjólkurvara á fitugrunni var einnig undir væntingum, en samtals var salan 110,7 milljónir lítra sem er samdráttur um 0,83% frá árinu 2009.
Þá var salan í desember töluvert frá desembersölunni árið 2009 en samdráttur í sölu á próteingrunni nam 3,4% og 6,7% á fitugrunni.
Uppgjör innvigtunar mjólkursamlagana sýnir að mikil aukning varð á árinu 2010 í innvigtun á Egilsstöðum eða sem nemur 10,5% og næst mest aukning í Skagafirði eða 4,2%. Mestur hlutfallslegur samdráttur í innvigtun varð hinsvegar hjá samlaginu í Búðardal, en innvigtun þar var 13,5% minni árið 2010 en árið 2009. Mestur samdráttur í lítrum talinn var hinsvegar hjá MS Selfossi eða um 1,5 milljónir lítra. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu.
Mjólkursamlag | Innvigtunin 2010 í milljónum lítra | Breytingar frá 2009 |
MS Reykjavík | 15,1 | -1,9% |
MS Búðardal | 3,7 | -13,5% |
MS Ísafirði | 1,4 | +1,3% |
Mjólkursamlag KS | 12,1 | +4,2% |
MS Akureyri | 37,3 | -2,7% |
MS Egilsstöðum | 6,0 | +10,5% |
MS Selfossi | 47,5 | -3,2% |
Samtals landið | 123,2 | -1,9% |