Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

12 mánaða salan jákvæð

24.10.2017

Samkvæmt nýútkomnu yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði var sala á fitugrunni 144,1 milljónir lítra síðustu 12 mánuði (október 2016 – septeber 2017) og 131,9 milljónir lítra á próteingrunni. Það berast því enn jákvæðar fréttir af sölunni innanlands enda söluaukning á 12 mánaða tímabili, miðað við 12 mánaða tímabilið þar á undan, bæði þegar horft er til fitu- og próteinsölu.

Á sama tíma hefur hins vegar innvigtun mjólkur dregist saman um 1,8% og var innvegin mjólk síðustu 12 mánuði 149,2 milljónir lítra. Sé einungis litið til þessa árs þá er innvigtunin nú í lok september komin í tæplega 114,9 milljónir lítra en var á sama tíma í fyrra rúmlega 116,0 milljónir lítra. Alls nemur framleiðslumunurinn 1,2 milljón lítrum á milli ára sem svarar til 1,0% samdráttar i innvigtun það sem af er þessu ári í samanburði við sama tímabil árið 2016. Innvigtunin núna í september var þó meiri sem nam rúmlega 300 þúsund lítrum í samanburði við september í fyrra, sem etv. bendir til þess að framleiðslan sé á ný að taka við sér/SS.