Beint í efni

12.fundur stjórnar LK 2019-2020

11.09.2019

Tólfti fundur stjórnar LK starfsárið 2019-2020 var haldinn miðvikudaginn 14.ágúst kl. 20:30 í gegnum fundarsíma.

Mætt eru: Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Bessi Freyr Vésteinsson og Rafn Bergsson meðstjórnendur ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð. Höskuldur Sæmundsson nýr starfsmaður LK er viðstaddur 1. og 2. dagkrálið. Arnar Árnason formaður boðar forföll og lætur stjórn fundarins í hendur varaformanns.

 

Varaformaður setur fundinn og gengur til dagskrár:

 1. Samþykkt fundargerðar síðasta fundar. Samþykkt.
 2. Nautakjötsverkefni. Höskuldur kynnir upphaf og ferli verkefnisins sem hann leggur nú í fyrir Landssamband kúabænda við að greina íslenskan nautakjötsmarkað og átak þar um. Stjórn fær tækifæri til að spyrja spurninga og Höskuldur mun skila flæðiriti til stjórnar um ferilinn sem hann ætlar að taka.
 3. Sæunnarsundið. Sjósund 31.ágúst, í minningu kýrinnar sem synti Önundarfjörðinn þverann. Stjórn samþykkir að styrkja þau um 25.000kr.-
 4. Vinnufundur stjórnar í haust. Framkvæmdarstjóra og formanni gert að finna hentugan dag.
 5. Breytt heildareinkunn í kynbótamati. Fagráð í nautgriparækt ákvað á síðasta fundi sínum nú fyrr í vikunni að breyta útreikningi á heildareinkunn í samræmi við niðurstöður verkefnis um hagrænt vægi eiginleika í nautgriparækt. Herdís situr í Fagráði fyrir hönd LK og fer yfir málið.
 6. Önnur mál.
  • Búvörusamningar – fundir fara að hefjast að nýju.
  • Dýralæknir á Vestfjörðum – verður fram á haust þar til allir samningar á landinu verða endurnýjaðir.
  • Betri búskapur, bættur þjóðarhagur verkefnið undir forystu LbhÍ er farið af stað.
  • Stjórn biður framkvæmdarstjóra um efni þar sem farið er yfir tollamál til glöggvunar.

 

Fleira er ekki á dagskrá og umræður tæmdar.

 

Fundi slitið 21:25

 

Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri