12. fundur stjórnar LK 2017-2018
04.04.2018
Tólfti fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2017-2018, var haldinn fimmtudagskvöldið 15. mars kl.20.30.
Símafundur.
Á fundinn mættu Arnar Árnason formaður, Pétur Diðriksson og Elín Heiða Valsdóttir, Herdís Magna Gunnarsdóttir og Bessi Vésteinsson. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og svo var gengið til dagskrár.
Þetta var gert:
- Staða samþykkta aðalfundar LK 2017. Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu samþykkta frá aðalfundi LK 24.-25. mars 2017. Flest málanna hafa verið til lykta leidd eða eru í vinnslu. Stjórn felur framkvæmdastjóra að fara vel yfir þær ályktanir sem útaf standa og koma málum í þann farveg sem við á hverju sinni.
- Stjórnartillögur á aðalfund LK.Helstu mál á aðalfundi eru drög að stefnumótun í nautakjötsframleiðslu annars vegar og mjólkurframleiðslu hins vegar auk undirbúnings fyrir atkvæðagreiðslu meðal mjólkurframleiðenda um kvótakerfið sem haldin verður í ársbyrjun 2019. Auk þess munu tollamál og viðbrögð vegna niðurstöðu EFTA-dómstólsins verða fyrirferðamikil. Einnig rætt um endurskoðun aðbúnaðarreglugerðar. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram fram að næsta stjórnarfundi.
- Framtíð veffræðslu LK.Áhorf á Veffræðslu LK hefur dalað töluvert undanfarið og aðrar fræðsluaðferðir eru að verða fyrirferðarmeiri. Aðgengi að Veffræðslunni er þungt að mati stjórnar og ræddir möguleikar að gera þá aðgengilega á vef LK án innskráningar. Einnig er kerfið sem heldur utanum veffræðsluna nokkuð kostnaðarsamt. Fara þarf yfir fyrirlestrana og grisja úr þá sem ekki eiga við lengur. Stjórn leggur til að málið verði tekið fyrir á aðalfundi samtakanna 6.-7. apríl nk.
- Önnur mál
- Miklar og góðar umræður um framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu og atkvæðagreiðslu meðal mjólkurframleiðenda um kvótakerfið árið 2019. Málið verður tekið fyrir á fundi vinnuhóps um stefnumótun í mjólkurframleiðslu á fundi 16. mars sem og á aðalfundi samtakanna 6.-7. apríl nk.
- Framkvæmdastjóri tilkynnti að Axel Kárason er að fara yfir EUROP-verðskrár til að ganga úr skugga um að verð séu eðlileg og ekki felist í þeim verðlækkun.
- Framkvæmdastjóri sagði frá fundi með aðila sem telur mikla möguleika í útflutningi á hliðarafurðum nautakjötsframleiðslunnar.
- Framkvæmdastjóri fór yfir undirbúning og skipulag varðandi aðalfund og árshátíð samtakanna sem verða 6.-7. apríl nk. á Hótel Selfossi.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 22.45
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda