11.fundur stjórnar LK 2019-2020
19.08.2019
Ellefti fundur stjórnar LK 2019-2020 haldinn 17.júlí kl.20:30 í gegnum fundarsíma. Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Bessi Freyr Vésteinsson og Rafn Bergsson meðstjórnendur. Jóhanna María Sigmundsdóttir framkvæmdarstjóri kemur síðar á fundinn og gengur frá fundargerð.
Gengið er til dagskrár:
- Samþykkt fundargerðar síðasta fundar sem var tíundi fundur stjórnar.
- Búvörusamningar. Formaður fer yfir stöðuna. Enn eru litlar hreyfingar vegna sumarfría en LK hefur minnt á sig með því að senda gögn og fyrirspurnir á formann samninganefndar ríkisins.
- Nautakjötsverkefni – ráðningu lokið, skrifað undir á næstu dögum og skrifstofumál að leysast.
- Ný eigendastefna jarða, lands og lóða sem var að koma frá fjármála- og efnahagsráðherra send stjórn til upplýsingar.
- Dýralæknir á Vestfjörðum. Haft var samband við MAST og LK sendi bréf um áhyggjur sínar til ráðuneytisins.
- Coli smit. Farið yfir stöðuna, MAST gaf út greinagóðar leiðbeiningar um umgengni við dýr og hreinlæti þar um.
- Önnur mál. Stjórn LK leggur drög að vinnufundi í haust og tekur saman nefndir og einstaklinga sem gott væri að fá á fundinn.
Fundi slitið 21:40
Jóhanna María Sigmundsdóttir, framkvæmdarstjóri LK