11. fundur stjórnar LK 2018-2019
09.11.2018
Ellefti fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2018-2019, var haldinn mánudaginn 24. september kl. 21:00. Símafundur.
Mætt eru Arnar Árnason, formaður, Bessi Freyr Vésteinsson, Pétur Diðriksson, Rafn Bergsson og Borghildur Kristinsdóttir. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.
Formaður býður fundarmenn velkomna og svo var gengið til dagskrár.
Þetta var gert.
- Afgreiðsla fundargerðar. Fundargerð 10. fundar stjórnar samþykkt og verður birt á naut.is að fundi loknum.
- Haustfundir LK 2018. Formaður leggur fram tillögu að dagsetningum sem stjórn samþykkir. Gert er ráð fyrir að fyrsti fundur verði haldinn í Eyjafirði 8. október nk. og fundum ljúki 26. október. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá pöntunum á fundarsölum, kynningu og öðrum undirbúningi.
- Stöðumat á aðstöðu til nautakjötsframleiðslu. LK hefur tekið saman þróun fjósgerða og mjaltatækni annað hvert ár um nokkuð langt skeið og kom nýjasta skýrslan út í byrjun árs 2018 og er aðgengileg á naut.is. Rætt hefur verið að taka saman upplýsingar um aðstöðu í nautakjötsframleiðslu samhliða þeirri vinnu. Stjórn er sammála um mikilvægi þess að ráðast í slíka úttekt svo hægt sé að hafa skýrari mynd á stöðu greinarinnar og áframhaldandi þróun, nú þegar ný stefnumótun í nautakjötsframleiðslu verður gefin út síðar í haust. Segja má að nýir tímar séu framundan í greininni, bæði með tilliti til tækifæra og ógnana. Ætla má að kostnaður við slíka samantekt sé um 950.000 krónur og lagt er til að sótt verði um styrk frá Framleiðnisjóði. Stjórn samþykkir og felur framkvæmdastjóra að vinna áfram.
- Landbúnaðarklasinn. Leitast hefur verið eftir því að LK gerist formlegur þátttakandi í Landbúnaðarklasanum. Markmið klasans eru aukin fjölbreytni íslenskra landbúnaðarafurða, framleiðsla á sérvöru úr vannýttum auðlindum, fjölgun starfa og aukin velta landbúnaðarins. Árgjald fyrir LK er kr. 40.000. Stjórn er sammála um mikilvægi þess að styðja við sprotastarf og nýsköpun og samþykkir að gerast formlegur þátttakandi í Landbúnaðarklasanum.
- Önnur mál
- Búið er að rita undir samning við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri vegna greiningarvinnu á viðskiptum með greiðslumark í mjólkurframleiðslu. Áætluð verklok í lok nóvember 2018.
- Sigurður Loftsson mun halda fyrirlestur fyrir hönd LK um einangrunarstöðina að Stóra Ármóti á Landbúnaðarsýningunni í Laugardal, laugardaginn 13. október.
- Framkvæmdastjóra falið að óska eftir því við stjórn Nautís að stefnumótun um starfsemi einangrunarstöðvarinnar verði unnin, líkt og rætt var á á aðalfundi Nautís í vor.
- MAST hefur óskað eftir fundi með fulltrúum LK og RML til að fara yfir aðbúnaðarreglugerð nautgripa í sameiningu. Áætlað er að fundurinn verði 2. október nk.
- Boðað hefur verið til símafundar samninganefndar BÍ fimmtudaginn 27. september. Arnar situr hann. Stjórn LK telur það ókost að halda áfram með samningaferlið hjá sauðfjárbændum áður en aðrir samningar eru komnir af stað.
- Formaður leggur til að framvegis muni símafundir stjórnar hefjast kl.20:30 í stað 21:00. Stjórn samþykkir.
Fleira var ekki gert og fundi lokið 22:25
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda