100 milljón börn eru vannærð
26.07.2013
Á IDF ráðstefnunni, sem haldin verður í Japan 28. október til 1. nóvember næstkomandi, verður aðal áherslan lögð á börn og mjólkurneyslu. Samkvæmt tölum frá Alþjóðlegu heilbrigðisstofnuninni FAO kemur fram að fleiri en 100 milljón börn yngri en fimm ára í heiminum líða af vannæringu sem bregðast þarf við.
Á ráðstefnunni verða ræddar mögulegar leiðir sem mjólkuriðnaðurinn getur farið til þess að auka líkurnar á því að öll börn í heiminum fái betri næringu, heilbrigði og menntun. Hægt er að fræðast nánar um ráðstefnuna á heimasíðu hennar: www.wds2013.com/eng /SS.