Beint í efni

100 ára afmæli Nautgriparæktarfélags Gnúpverja

09.06.2004

Í tilefni af 100 ára afmæli Nautgriparæktarfélags Gnúpverja, varður haldið sérstaklega upp á afmælið 12. júní nk. Opið fjós verður í Þrándarholti kl. 10-13. Þar gefur að líta allra nýjustu vinnubrögð við mjaltir, þar sem kýrnar fara sjálfar og láta mjaltaþjóninn mjólka sig þegar þeim finnst tími til kominn. Gestum verður sýnd þessi tækni að störfum og Þrándarholtsbændur svara spurningum.

Ýmislegt fleira til gamans; dæmi:

Minnsta og stærsta kýrin saman í stíu.

Fallegir kálfar sem gaman er að klappa.

Einstaklega gæf og gælin kýr.

Hægt að fá að smakka ískalda mjólk og einnig spenvolga.

Verðlaunagetraunir.

 

Einnig:

Ljósmyndasýning – gamalt og nýtt.

Yfirlitssýning ýmissa hluta, áhalda og heimilda, sumt nálægt því jafngamalt félaginu.

Leiðbeinendur verða á staðnum.

 

Allt þetta verður í fjósi og hlöðu í Þrándarholti kl. 10-13.  Afmælið er upphaf dagskrár Landnámsdagsins í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hinn 12. júní.

Gestir fá skóhlífar svo þeir geti skoðað allt án þess að óhreinka sig.

 

Nánari upplýsingar gefur Ásta í Stóru Mástungu