Beint í efni

100 ár frá nútíma hönnun mjaltatækisins

15.12.2017

Í ár eru liðin 100 ár frá því DeLaval setti í fyrsta skipti á markað mjaltatækni sem er í raun enn í notkun í dag, þ.e. mjaltatækni nútímans byggir í raun enn á þessari útfærslu sem fyrst sást opinberlega árið 1917. Fyrstu mjaltavélar heimsins eru reyndar eldri en þetta, en það var ekki fyrr en nýsjálenski kúabóndinn Norman Daysh leysti helstu vandamálin við að nota vélar við að mjólka kýr að þróun þeirra tók virkilega við sér. Árið 1913 hafði Norman fengið skráð 20 einkaleyfi á mjaltavél sína, en hann vantaði stórt fyrirtæki til að hjálpa sér við framleiðslu og frekari útfærslur og hélt hann þá til Bandaríkjanna. Þar lá leið hans til forsvarsmanna DeLaval sem þá þegar var stórt fyrirtæki í bæði framleiðslu tækja fyrir mjólkuriðnað en einnig mjaltatækja en DeLaval kom með sitt fyrsta mjaltatæki fyrst á markað árið 1884. Tæki DeLaval var hins vegar ekki verulega vel heppnað, en tæki Norman var það og tókust samningar um sameiginlega framþróun þessa nýsjálenska mjaltatækis.

Það sem var sérstakt við mjaltatæki Norman Daysh var að hann notaði undirþrýsting og einskonar sogskipti til þess að mjólka kýrnar og á þeim tíma var þetta hrein bylting í mjöltum sem er enn í dag undirstaða mjaltatækni nútímans/SS.