Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

10 stærstu afurðafélögin

13.06.2016

IFCN (International Farm Comparison Network) birti í liðinni viku yfirlit yfir 10 stærstu afurðafélögin í heiminum, metið út frá innvigtun mjólkur árið 2015. Í efsta sæti listans er bandaríska samvinnufélagið Dairy Farmers of America (DFA) en það félag tók á móti 28,1 milljarði kílóa mjólkur á síðasta ári. Næst stærsta félagið er Fonterra í Nýja-Sjálandi með 22,1 milljarð kílóa og í þriðja sæti er franska fyrirtækið Lactalis en það tók á móti 15,1 milljarði kílóa. Nýtt í fjórða sæti er svo norður evrópska félagið Arla Foods með 14,2 milljarða kíló en það félag jók mest innvigtun sína á liðnu ári eða um tæplega 2 milljarða kílóa og ýtti Arla Nestlé niður í fimmta sætið en Nestlé tók á móti 14,0 milljörðum kílóa.

 

Í næstu sætum þar fyrir neðan eru hollenska félagið FrieslandCampina emð 12,6 milljarða kílóa, bandaríska Dean Foods með 10,3 milljarða kílóa, þýska samvinnufélagið DMK með 7,8 milljarða kílóa, kanadíska Saputo með 7,7 milljarða kílóa og 10 umsvifamesta félagið sem tók á móti mjólk í heiminum árið 2015 var bandaríska félagið California Dairies sem einnig var með 7,7 milljarða kílóa/SS.