Beint í efni

10. fundur stjórnar LK 2019-2020

30.07.2019

Tíundi fundur stjórnar haldinn 25.júní kl.20:30 í gegnum fundarsíma. Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Bessi Freyr Vésteinsson og Rafn Bergsson meðstjórnendur. Jóhanna María Sigmundsdóttir framkvæmdarstjóri situr fundinn og ritar fundargerð. 

 

Gengið er til dagskrár:

 

  1. Samþykkt fundargerða af 8. 0g 9. fundi.
  2. Búvörusamningar. Formaður fer yfir stöðuna. Mörg símtöl og tölvupóstar þessa dagana um hver staðan sé en lítið hreyfist vegna sumarfría. 
  3. Nautakjötsverkefni. Formaður fer yfir stöðuna. Búið að hafa samband við nýjan starfsmann, samningur í gerð.
  4. Samráðsgátt. „Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030“.
  5. Önnur mál. 
    • Dýralæknavandi á Vesfjörðum. Framkvæmdarstjóra falið að skoða vandann og hvort LK geti orðið að liði. 

 

Fundi slitið 21:42